Liverpool-aðdáendur selja 225 milljóna sumarhöll í Húsfelli

Ásett verð er 225.000.000 krónur.
Ásett verð er 225.000.000 krónur. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Við Hvítárskóg í landi Húsfells í Reykholti stendur glæsilegur 374 fm sumarbústaður á tveimur hæðum sem reistur var árið 2008. Húsið stendur á tveimur samliggjandi lóðum sem eru alls um 3.117 fm að stærð.

Eignarhaldsfélagið Þorpið 6 ehf., sem þau Áslaug Guðrúnardóttir, Guðný María Jóhannsdóttir, Runólfur Ágústsson og Sigurður Smári Gylfason eru í forsvari fyrir, keypti húsið í árslok 2023 á 140.000.000 krónur, en afsal hefur ekki farið fram. 

Tvö hús eru á lóðinni, annars vegar rúmgóður sumarbústaður með rými fyrir um 14 til 16 manns, og hins vegar gríðarstórt frístundarhús. Gráir tónar eru í aðalhlutverki í sumarhúsinu bæði að innan og utan. Aðkoman að húsinu er afar snyrtileg, en við húsið er einnig flottur sólpallur með heitum potti.

Í frísundahúsinu er mikil lofthæð, en þar hefur hinum ýmsu tækjum verið komið fyrir, þar á meðal pool-borði, þythokkí-borði, boðtennisborði, fótboltaspili og píluspjöldum.

Þá eru fótboltatreyjur eftir öllum veggjum hússins, en af myndum að dæma eru eigendurnir miklir Liverpool-aðdáendur. Ásett verð er 225.000.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hvítárskógur 8

Gráir tónar eru í aðalhlutverki í húsinu og skapa notalega …
Gráir tónar eru í aðalhlutverki í húsinu og skapa notalega stemningu. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Það fer ekki á milli mála hvaða knattspyrnulið er í …
Það fer ekki á milli mála hvaða knattspyrnulið er í mestu uppáhaldi. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Húsið er á fallegum stað í Húsfelli.
Húsið er á fallegum stað í Húsfelli. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda