Langar þig að búa í Undralandi?

Húsið stendur á fallegum stað í Reykjahverfi í Mosfellsbæ.
Húsið stendur á fallegum stað í Reykjahverfi í Mosfellsbæ. Samsett mynd

Á fal­leg­um stað í Reykja­hverfi í Mos­fells­bæ er að finna heill­andi end­araðhús á tveim­ur hæðum sem kall­ast Undra­land. Húsið var reist árið 1989 og tel­ur alls 244 fm, en það hef­ur verið mikið end­ur­nýjað á und­an­förn­um árum.

Á neðri hæðinni eru eld­hús, stofa og borðstofa samliggj­andi í björtu og opnu rými. Fal­leg­ur ljós efniviður á gólfi og í loft­um gef­ur rým­inu skandi­nav­ískt yf­ir­bragð ásamt bit­um í lofti. Þá skapa stór­ir glugg­ar sjarmer­andi stemn­ingu. 

Eldhúsið er bjart og opið.
Eld­húsið er bjart og opið. Ljós­mynd/​Af fast­eigna­vef mbl.is
Á gólfum eru olíuhvíttaðar furufjalir.
Á gólf­um eru olíu­hvíttaðar furu­fjal­ir. Ljós­mynd/​Af fast­eigna­vef mbl.is

Áferð og litap­all­etta inn­blás­in af nátt­úr­unni

Í eld­hús­inu er stíl­hrein hvít inn­rétt­ing með góðu vinnu- og skápaplássi ásamt rúm­góðri eld­hús­eyju. Rýmið er afar bjart og opið, en þaðan er út­gengt á góðan sólpall um sér­lega fal­lega tvö­falda hurð.

Í stof­unni hef­ur kalk­máln­ing verið notuð á einn af veggj­un­um sem gef­ur rým­inu skemmti­leg­an karakt­er, en áferð og litap­all­etta úr nátt­úr­unni eru í for­grunni í eign­inni. Gengið er upp á efri hæðina frá stof­unni um sér­smíðaðan stiga.

Alls eru fjög­ur svefn­her­bergi og tvö baðher­bergi í hús­inu. Ásett verð er 99.900.000 krón­ur.

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Undra­land

Fallegur stigi liggur upp á efri hæð hússins.
Fal­leg­ur stigi ligg­ur upp á efri hæð húss­ins. Ljós­mynd/​Af fast­eigna­vef mbl.is
Nýlegur snyrtilegur sólpallur er við húsið.
Ný­leg­ur snyrti­leg­ur sólpall­ur er við húsið. Ljós­mynd/​Af fast­eigna­vef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda