Valgerður hefur tvisvar keypt sama húsið sem nú er komið á sölu

Valgerður Halldórsdóttir hefur sett sitt dásamlega hús á sölu.
Valgerður Halldórsdóttir hefur sett sitt dásamlega hús á sölu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi og sérfræðingur í stjúptengslum hefur sett ævintýrahús sitt í Hafnarfirði á sölu. Lesendur Smartlands þekkja Valgerði vel því hún hefur reglulega svarað bréfum frá lesendum og veitt góð ráð í öldugangi lífsins. 

Einbýlishús Valgerðar stendur við Merkurgötu í Hafnarfirði, sem er nánast alveg við miðbæ Hafnarfjarðar, en samt smá út úr. Húsið var reist 1925 og er 194fm að stærð. Garðurinn í kringum húsið er töfrandi með heillandi gróðri, pöllum og göngustígum. 

Í stofunni eru veggir veggfóðraðir með fallegu veggfóðri.
Í stofunni eru veggir veggfóðraðir með fallegu veggfóðri.
Fjólublár stóll og appelsínugulur sófi kúra saman í stofunni og …
Fjólublár stóll og appelsínugulur sófi kúra saman í stofunni og halda uppi stuðinu ásamt gulum skemli.

Aldrei of mikið af veggfóðri 

Þegar inn er komið taka veggfóðraðir veggir á móti fólki. Valgerður er litaglöð og finnst lífið skemmtilegra þegar bjartir litir fá að flæða óhikað. 

Húsið hefur fylgt Valgerði lengi en í þættinum Heimilislífi árið 2021 sagði Valgerður frá því að hún hafi keypt húsið tvisvar. 

Á veggjunum eru ótal listaverk sem eru stofuprýði.
Á veggjunum eru ótal listaverk sem eru stofuprýði.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Merkurgata 2b

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál