Gerður í Blush seldi höllina á 239 milljónir

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, athafnakona og eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, seldi 404 fermetra einbýlishús sitt að Þrymsölum 1 í Kópavogi á 239 milljónir króna nú á dögunum. Húsið var fyrst sett á sölu árið 2022 en var auglýst á ný í maí á þessu ári.  

Eignina keyptu þau Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka, og Stella María Ármann kennari.

Les­end­ur Smart­lands kannast eflaust við heim­ilið, en Gerður var gest­ur í þætt­in­um Heim­il­is­líf í maí 2021.

Húsið var reist árið 2008 af for­eldr­um Gerðar, en hún hef­ur búið lengi í hús­inu og átti til að byrja með bara ung­linga­her­bergi þar. Hún fór svo smátt og smátt að kaupa sig inn í húsið og bjó fyrst um sinn í íbúð á neðri hæðinni. Gerður eignaðist síðan meirihlutann í húsinu og átti 60% á móti föður sínum, Arinbirni Snorrasyni lögregluþjón, sem átti rest, eða 40%.

Gerður stendur í ströngu þessa dagana ásamt unnusta sínum, Jakob Fannari Hansen, en parið er á fullu að byggja sér hús í Hveragerði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál