Jódís Skúla selur raðhús með auka íbúð

Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður, hefur sett raðhús sitt í Reykjavík …
Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður, hefur sett raðhús sitt í Reykjavík á sölu. Samsett mynd

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, ákvað að hætta á Alþingi á dögunum þegar hún upplifði að sér hefði verið hafnað af flokknum. Stuttu síðar var raðhús hennar í Reykjavík auglýst til sölu.

Um er að ræða 163 fm raðhús sem reist var 1955. Í kjallara hússins er aukaíbúð sem auðvelt er að leigja út. 

Húsið er fjölskylduvænt, með garði og nokkuð snyrtilegum innréttingum. Það er staðsett miðsvæðis í Reykjavík, stutt er út á stofnbrautir og í Skeifuna. 

Keypti 27 milljóna íbúð í heimabyggð 

Jódís festi kaup á húsinu í október 2022 en hún á líka aðra fasteign í Múlaþingi sem hún fjárfesti í 18. desember í fyrra. Um er að ræða 78,8 fm íbúð á fyrstu hæð við Sunnufell 5. Blokkin var reist 1973 og er Jódís með lögheimili þar. Fyrir íbúðina greiddi hún 27.000.000 kr. 

Ásett verð á raðhúsinu við Skeiðarvog er 111.900.000 kr. og er fasteignamat 97.000.000 kr. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Skeiðarvogur 137

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda