Stál hefur verið áberandi undanfarið í innanhússhönnun og á smekklegum heimilum. Þó að þetta sé klassískt efni þá hefur það undanfarin ár vikið fyrir gull- og brasslituðu. Það er ekki á undanhaldi en stálið hefur vakið meiri athygli bæði í smáum munum inn á heimilið og stærri húsgögnum og innréttingum.
Kaffibollar, skálar og litlar hillur úr stáli þykir með eindæmum smekklegt núna. Í kringum jólin má búast við að það komi í stað gylltu kertastjakanna og skreytinganna. Það þykir fallegt að bera til dæmis fram eftirrétti í stálskálum á fæti.
Veggir málaðir í ljósum gráum og brúnum tónum fara vel með stáli. Það má einnig fækka hlutunum í kringum sig og hafa heimilið stílhreint. Til að halda í hlýleikann þá passa ljósar viðartegundir vel við stálið.
Það skal tekið fram að látún er íslenska orðið yfir „brass.“