Félag Björgólfs Thors selur lúxusíbúð við höfnina

Grænn sófi fer vel við listaverk og veggklæðningar.
Grænn sófi fer vel við listaverk og veggklæðningar. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Við Bryggjugötu 4 í Reykjavík er að finna einstaka 198 fm íbúð á fimmtu hæð. Íbúðin er í eigu félagsins Novator F11 ehf. sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar viðskiptamanns. Félagið keypti íbúðina 20. apríl 2022. Fasteignamat íbúðarinnar er 267.800.000 kr. 

Íbúðirnar við Bryggjugötu státa af miklum lúxus en þessi er þó allt öðruvísi en aðrar íbúðir hússins þótt grunninnréttingar séu notaðar. 

Allar innréttingar í íbúðinni eru sérsmíðaðar úr amerískri hnotu af ítalska handverkshúsinu Gili Creations. Þar að segja eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og fataskápar. Kvarts borðplata er í eldhúsi og eldhúseyjan er klædd marmaraflísum.

Eldhús og stofa tengjast á heillandi hátt og er búið að klæða veggi með sérstökum veggklæðningum. 

Selma Ágústsdóttir innanhússarkitekt hannaði íbúðina að innan og er stíllinn mjög í hennar anda. Grænn sófi í stofunni fer vel við klædda veggina, lampa, púða og listaverk. 

Dekkri veggklæðningar er að finna í forstofu og í borðstofu. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Bryggjugata 4

Hér er hver hlutur á sínum stað.
Hér er hver hlutur á sínum stað. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Öll stofan er klædd með veggklæðningu sem rímar við innbúið.
Öll stofan er klædd með veggklæðningu sem rímar við innbúið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Horft inn í stofu.
Horft inn í stofu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Glerborð og grænn lampi hittast í góðu glensi í stofunni.
Glerborð og grænn lampi hittast í góðu glensi í stofunni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Innréttingar eru úr amerískri hnotu.
Innréttingar eru úr amerískri hnotu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Marmari og amerísk hnota mætast.
Marmari og amerísk hnota mætast. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Dekkri veggklæðning er í borðstofunni.
Dekkri veggklæðning er í borðstofunni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hægt er að njóta útsýnis við gluggann.
Hægt er að njóta útsýnis við gluggann. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda