Skilnaðarkúr Kardashian dregur dilk á eftir sér

Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is skrifar um Kim …
Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is skrifar um Kim Kardashian og innanhússstíl hennar. Ljósmynd/Kári Sverriss

Straum­ar og stefn­ur í inn­an­húss­hönn­un taka stöðugum breyt­ing­um. Af því að við erum svo ung þjóð þá hlaup­um við hratt eft­ir því nýj­asta hverju sinni. Og af því að við erum svo óend­an­lega dug­leg þá vinn­um við þrjár vinn­ur, eða alla­vega tvær, til þess að geta verið flott­ust. Átt allt. „Það er svo vont að vanta“ eins og góð vin­kona mín seg­ir stund­um þegar hún fyll­ir hverja körf­una á fæt­ur ann­arri á Temu. Þegar ég var yngri voru all­ir alltaf að skúra. Fólk skúraði eft­ir vinnu, fyr­ir vinnu, á kvöld­in og um helg­ar. Allt til þess að geta keypt Mözdu með lituðum rúðum og stéli að aft­an og krumpugalla í Miklag­arði. Nú eða gler­borð með krómuðum fót­um og Maral­unga-hönn­un­ar­sófa úr Casa.

Fyr­ir­mynd­ir okk­ar komu úr bíó­mynd­um og úr tísku­blöðum og við vor­um agndofa yfir töfr­um Don John­son og Rich­ard Gere. Ef ykk­ur minn­ir að þess­ir greif­ar séu ennþá al­ger­ir Spari-Gogg­ar þá mæli ég með því að þið legg­ist í létta rann­sókn­ar­vinnu.

Í dag er eng­inn að spá í gamla Spari-Gogga sem eitt sinn þóttu töff. Kim Kar­dashi­an er kóng­ur­inn. Hver hefði trúað því? Hver hefði trúað því að raun­veru­leika­stjarna sem varð fræg vegna eig­in út­lits hefði þannig áhrif á heims­byggðina að beige-lituð kalk­máln­ing væri að verða uppseld á heimsvísu.

Heima hjá henni í Cala­basas í Kali­forn­íu er allt beige-litað. Hún breytti um heim­il­is­stíl eft­ir að hún losaði sig við óheiðarlega og svik­ula eig­in­mann­inn sem gat aldrei haft bux­urn­ar upp um sig. Var alltaf að skratt­ast úti í bæ. Það er þó hægt að gera margt verra en að skipta um heim­il­is­stíl á tíma­mót­um. Nú virðist þó vera eins og lungi ís­lensku þjóðar­inn­ar sé kom­inn á skilnaðarkúr Kar­dasi­an. Í henn­ar fyrra lífi var allt úr glans­andi marm­ara og glitrandi en núna er allt matt og beige-litað.

Hún er með beige-litaða mjúka boga­dregna sófa, beige-litaðar mott­ur, beige-lituð glugga­tjöld og beige-lituð strá í beige-lituðum vasa. Hvöss horn hafa vikið fyr­ir boga­dregna form­inu. Allt mjúkt.

Það er auðvitað allt af dýr­ustu sort í þess­ari kon­ungs­höll en það sem er áhuga­vert er að það er auðvelt að leika þessa takta eft­ir. Það er í raun hægt að breyta hvaða hreysi sem er í kon­ungs­höll Kar­dashi­an. Það er að segja ef fólk hef­ur orku, nenn­ir að mála og er ekki komið með ann­an fót­inn í lífs­lokameðferð.

Það kost­ar aðallega tíma að út­búa heima­gerðan Kar­dashi­an-kast­ala og nokkr­ar ferðir í máln­ing­ar­versl­un.

Þú þarft að verða þér úti um kalk­máln­ingu í beige-lit. Þú get­ur í raun málað allt í þess­um lit, loft, veggi, panel, flís­ar og glugga. Þegar heim­ur þinn er orðinn beige-litaður þá þarftu að fá stóra mottu á gólfið í beige-lit. Hana færðu til dæm­is í Gól­f­efna­búðinni eða í Parka.

Þegar all­ir vegg­ir eru orðnir samlit­ir get­ur þú lakkað gamla eld­hús­inn­rétt­ingu í sama lit og vegg­irn­ir, keypt þér ljós­an hring­laga sófa og sett strá í vasa. Þú gæt­ir jafn­vel farið út í garð núna, náð þér í grein­ar, látið þær þorna og spreyjað þær beige-litaðar þegar viður­inn er orðinn þurr.

Ég þekki konu sem málaði yfir sig um dag­inn og gæti ef­laust veitt góð máln­ing­ar­ráð ef vill. Hún hafði ekk­ert betra að gera en að mála húsið sitt í jóla­lit­un­um. Græn­ar og rauðar stof­ur. Er það ekki eitt­hvað? Ég bind von­ir við að geta kynnt les­end­um þenn­an jóla­heim á næst­unni. Það þarf mót­vægi við skilnaðarkúr Kar­dashi­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda