Við Hæðarbyggð 26 í Garðabæ er að finna 396,1 fm einbýlishús sem reist var 1979. Húsið er einstaklega glæsilegt og sjarmerandi. Sigsteinn Páll Grétarsson og Stella Stefánsdóttir doktor í viðskiptafræði festu kaup á húsinu 2005 en nú hafa þau selt húsið.
Sigsteinn hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann var í stjórn Íslandsstofu, var forstjóri Marel fyrir meira en áratug og var síðast forstjóri Skagans 3X.
Húsið var ekki auglýst til sölu heldur selt „í skúffunni“ eins og sagt er.
Kaupendur eru Inga Birna Barkardóttir fjármálastjóri Össurar og Guðmundur Björnsson fjárfestir hjá Eldey Invest. Þau greiddu 350.000.000 kr. fyrir húsið. Kaupin fóru fram 27. september og verður húsið afhent 1. júní 2025.
Smartland óskar kaupendum til hamingju með glæsihúsið!