Glæsihús Arnars Grant selt á 210 milljónir

Einkaþjálfarinn Arnar Grant.
Einkaþjálfarinn Arnar Grant. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einkaþjálfarinn Arnar Grant og fyrrverandi eiginkona hans, Kristín Hrönn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, hafa selt einbýlishús sitt í Arnarnesi í Garðabænum. Fyrrverandi hjónin settu húsið á sölu sumarið 2022 en hann átti 30% í húsinu og hún 70%.

Nú hefur húsið verið selt.

Kaupendur eru Miguel Ismael Flores Ortega og Sigríður Fanney Gunnarsdóttir. Þau greiddu 210.000.000 kr. fyrir húsið. 

Um er að ræða 293.5 fm einbýli sem reist var 1990. Húsið er svolítið svissneskt í útliti að utan með töluverðu tréverki. Búið var að endurnýja húsið töluvert. Setja nýja eldhúsinnréttingu sem hönnuð var af innanhússhönnuðinum Sæju og svo var búið að skipta um gólfefni. 

Smartland óskar nýjum eigendum til hamingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda