120 milljóna einbýli í hjarta Hafnarfjarðar

Húsið er staðsett í hjarta Hafnarfjarðar.
Húsið er staðsett í hjarta Hafnarfjarðar. Ljósmynd/Samsett mynd

Við Gunnarssund í hjarta Hafnarfjarðar stendur vandað einbýlishús byggt árið 2011. Húsið er bjart, stílhreint og vel skipulagt. Tvö baðherbergi, tvö svefnherbergi og timburpallur sem snýr í suður fylgir húsinu. 

Eldhúsið er staðsett á neðri hæð og þar er glæsileg eyja með spanhelluborði. Eldhúsið er opið inn í rúmgóða stofu og borðstofu sem eru óvenjubjartar. Þaðan er útgengt í garðinn eða timburpallinn sem snýr í suður. Á efri hæð hússins er gott alrými með mikilli lofthæð sem notað er sem sjónvarpsherbergi. Vönduð gólfefni, tæki og sérsmíðaðar innréttingar eru í húsinu. 

Núverandi eigendur hafa auga fyrir klassískri hönnun en í húsinu má finna húsgögn frá Norr11, Y-stólinn eftir Hans Wegner og PH-gólflampann eftir Louis Poulsen.

Á fasteignavef mbl.is: Gunnarssund 9

Húsið er stílhreint og fallegt.
Húsið er stílhreint og fallegt.
Mammoth-stóllinn frá Norr11 prýðir stofuna.
Mammoth-stóllinn frá Norr11 prýðir stofuna.
Í borðstofunni má finna Y-stólana eftir Hans Wegner sem eru …
Í borðstofunni má finna Y-stólana eftir Hans Wegner sem eru vinsælir hér á landi.
Eldhúsið er bjart og stílhreint.
Eldhúsið er bjart og stílhreint.
Sjónvarpsstofa á efri hæð sem auðvelt er að breyta í …
Sjónvarpsstofa á efri hæð sem auðvelt er að breyta í auka herbergi.
Barnaherbergið er fallegt.
Barnaherbergið er fallegt.
Það er mikill munaður að hafa baðkar.
Það er mikill munaður að hafa baðkar.
Húsið var byggt árið 2011.
Húsið var byggt árið 2011.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda