Heimir keypti 230 milljóna einbýli í Fossvogi

Heimir Fannar Hallgrímsson hefur fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi í …
Heimir Fannar Hallgrímsson hefur fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi í Fossvogi. Samsett mynd

Heimir Fannar Hallgrímsson, fasteignasali og einn af eigendum Lind fasteignasölu, hefur fest kaup á sérlega fallegu húsi í Fossvogi. 

Um er að ræða 269 fm einbýli sem er við Láland 20. Húsið var reist 1975 og er eins og ævintýraheimur þar sem mikið er lagt upp úr heillandi smáatriðum. Húsið er alveg við Fossvogsdalinn sjálfan. 

Einstök hönnun

Í eld­hús­inu eru svart­ar sér­smíðaðar inn­rétt­ing­ar með granít­steini á borðplöt­um. Gott skápapláss er í eld­hús­inu og mjög stór eyja sem nýt­ist vel þegar töfra á fram stóra veislu.

Húsið við Láland er einstaklega smekklegt.
Húsið við Láland er einstaklega smekklegt. Samsett mynd

Heimir greiddi 230.000.000 kr. fyrir húsið.

Auglýsti þakíbúðina til sölu

Eftir að Heimir festi kaup á húsinu setti hann glæsilega þakíbúð sína í Vogahverfinu á sölu. 

Smartland óskar Heimi til hamingju með nýja heimilið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda