Heimir Fannar Hallgrímsson, fasteignasali og einn af eigendum Lind fasteignasölu, hefur fest kaup á sérlega fallegu húsi í Fossvogi.
Um er að ræða 269 fm einbýli sem er við Láland 20. Húsið var reist 1975 og er eins og ævintýraheimur þar sem mikið er lagt upp úr heillandi smáatriðum. Húsið er alveg við Fossvogsdalinn sjálfan.
Í eldhúsinu eru svartar sérsmíðaðar innréttingar með granítsteini á borðplötum. Gott skápapláss er í eldhúsinu og mjög stór eyja sem nýtist vel þegar töfra á fram stóra veislu.
Heimir greiddi 230.000.000 kr. fyrir húsið.
Eftir að Heimir festi kaup á húsinu setti hann glæsilega þakíbúð sína í Vogahverfinu á sölu.
Smartland óskar Heimi til hamingju með nýja heimilið!