Þorsteinn Roy og Anna keyptu hönnunarraðhús í Fossvogi

Húsið við Hulduland 4 hefur verið selt.
Húsið við Hulduland 4 hefur verið selt.

Það vakti athygli þegar raðhús við Hulduland í Fossvogi fór á sölu. Húsið er sérlega vel heppnað og fallegt, allt sérhannað að innan. Þorsteinn Roy Jóhannsson, ljós­mynd­ari og landsliðsmaður í ut­an­vega­hlaup­um, og Anna Daníelsdóttir keyptu húsið af Birnu Jennu Jónsdóttur og Atla Þorbjörnssyni. 

Húsið stát­ar af góðu skipu­lagi og heill­andi inn­rétt­ing­um. Húsið var reist 1968 og er 204 fm að stærð.

Í eld­hús­inu, sem snýr í norður, er að finna hvít­ar sprautulakkaðar inn­rétt­ing­ar í bland við eik­ar. Stór skápa­vegg­ur prýðir eld­húsið en svo eru neðri skáp­ar í L sem fram­kall­ar ríku­legt borðpláss. Mynd­ar­legt gashellu­borð er í eld­hús­inu og snýr eik­in í inn­rétt­ing­un­um lá­rétt sem er alltaf sér­lega fal­legt.

Húsið er á pöll­um en á efsta pall­in­um er stór stofa með enn þá stærri glugg­um sem hleypa suður­sól inn í húsið.

Smartland óskar Þorsteini og Önnu til hamingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda