Hanna Kristín og Atli Freyr keyptu einbýli á Seltjarnarnesi

Atli Freyr Sævarsson og Hanna Kristín Skaftadóttir keyptu einbýlishús við …
Atli Freyr Sævarsson og Hanna Kristín Skaftadóttir keyptu einbýlishús við Lindarbraut 3. Ljósmynd/Facebook

Atli Freyr Sæv­ars­son, markþjálfi og at­hafnamaður, og Hanna Krist­ín Skafta­dótt­ir, viðskipta­fræðing­ur, doktorsnemi og fag­stjóri viðskipta­greind­ar við Há­skól­ann á Bif­röst, hafa fest kaup á fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. 

Húsið er við Lindarbraut 3 og er 210 fm að stærð. Húsið var reist 1980 og hefur verið töluvert endurhannað. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði til dæmis ný baðherbergi í húsinu sem eru afar smekkleg. 

Lekkert og smart! 

Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði baðherbergið í húsinu.
Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði baðherbergið í húsinu.

Eldhúsið í húsinu var end­ur­nýjað 2008 og hafði að geyma eyju úr graníti og inn­rétt­ing­ar sem eru bæði sprautulakkaðar og úr eik þegar húsið var auglýst til sölu.

Atli Freyr og Hanna Kristín greiddu 173.000.000 kr. fyrir húsið sem þau keyptu af Kristínu Laufey Guðjónsdóttur og Markúsi Mána Michaelssyni Maute. 

Hanna Kristín Skaftadóttir hefur sett íbúðina sína á Seltjarnarnesi á …
Hanna Kristín Skaftadóttir hefur sett íbúðina sína á Seltjarnarnesi á sölu. Samsett mynd

Seldi íbúðina við Melabraut

Hanna Kristín setti íbúð sína við Melabraut á Seltjarnarnesi á sölu í fyrra en þá voru þau Atli Freyr nýlega trúlofuð en hann bað hennar á sólríku eyjunni sem Íslendingar elska, nefnilega Tenerife! 

Smartland óskar Hönnu og Atla Frey til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda