„Minningin um þessa fegurð fer ekki neitt og birtist hún þarna í Dior-versluninni“

Hér er 24 karata gylling í lykilhlutverki á borðbúnaði. Hnífapör …
Hér er 24 karata gylling í lykilhlutverki á borðbúnaði. Hnífapör eru látlaus og flauelsslaufan utan um tauservíettu eykur hátíðleika. mbl.is/Marta María Winkel Jónasdóttir

Jól­in snú­ast ekki bara um jóla­mat, kon­fekt, jóla­öl og deserta. Þau snú­ast líka um að auka feg­urðina og það er gert með því að leggja fal­lega á borð. Fal­lega dekkuð borð auka upp­lif­un og stemn­ingu á hátíð ljóss og friðar. Í Dior-versl­un­inni á New Bond Street í Lund­ún­um var búið að leggja svo fal­lega á borð inni í versl­un­inni að það væri synd að deila því ekki með
les­end­um með ríkt feg­urðarskyn. 

Versl­un tísku­húss­ins Dior á þess­um eft­ir­sótta stað í Ma­yf­a­ir í Lund­ún­um laðar ekki bara að tískuþyrsta ferðamenn held­ur fólk sem þráir að sjá eitt­hvað fal­legt. Það er kannski ekki að fara að kaupa sér stell með 24 karata gull­mynstri eða tösku á 800.000 kr. en það get­ur fengið inn­sýn í það hvernig er hægt að klæða sig og leggja á borð.

Hér má sjá Dior-matarstell með gylltum fiðrildum. Fallegt er að …
Hér má sjá Dior-mat­ar­stell með gyllt­um fiðrild­um. Fal­legt er að hafa tauserví­ett­ur á jóla­borðinu eins og hér. Það kem­ur líka vel út að hafa diskamott­ur á borðinu þótt það sé dúkað. Morg­un­blaðið/​Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir

Fransk­ur hefðarstíll

Cor­delia De Ca­stell­a­ne, hönnuður hjá Dior, á heiður­inn af stell­inu með gulllín­ing­unni. Hún hef­ur ein­stak­an stíl sem sótt­ur er beint í franska menn­ingu. Þar er ekki verið að vinna með hið ein­falda, ein­lita og lát­lausa. Disk­arn­ir með gull­mynstr­inu koma í nokkr­um lit­um og er nauðsyn­legt að hafa borðin dekkuð með dúk­um, vold­ug­um hnífa­pör­um og tauserví­ett­um. Kerta­stjak­ar eru stór­ir og mikl­ir og borðskreyt­ing­ar íburðar­mikl­ar. Það er kannski ekki hent­ugt að hafa blóma­haf á miðju borði á meðan ham­borg­ar­hrygg er rennt ljúf­lega niður en það er hátíðlegt ef það er þjónað til borðs.

Hér eru hringlaga diskamottur undir munstruðu Dior-matarstelli. Við þetta er …
Hér eru hring­laga diskamott­ur und­ir munstruðu Dior-mat­ar­stelli. Við þetta er kjörið að hafa lát­laus glös og kerta­stjaka til feg­urðar­aukn­ing­ar. mbl.is/​Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir

Nældu þér í tauserví­ett­ur

Ef þig lang­ar að hressa aðeins upp á jóla­borðhaldið er hægt að leggja aðeins meira í borðbúnaðinn án þess að það kosti offjár. Eitt gott ráð er að festa kaup á tauserví­ett­um. Best væri nátt­úr­lega ef þú gæt­ir lært að sauma út fyr­ir 24. des­em­ber svo að þú gæt­ir merkt all­ar tauserví­ett­urn­ar með upp­hafs­stöf­um eða fjöl­skyldu­lógói og handsaumað kant­ana. En það slepp­ur að hafa þær ómerkt­ar. Þú redd­ar þessu bara fyr­ir næstu jól. Svo eru það hnífa­pör­in. Það skipt­ir máli að þau séu vel pússuð og glans­andi og séu staðsett á rétt­um stöðum, gaffall­inn vinstra meg­in og hníf­ur­inn hægra meg­in. Beitta hlið hnífs­ins þarf að snúa að disk­in­um. Þetta eru svona þess­ar ein­földu regl­ur ef þú ert bara með einn rétt – ekki fimm.

Cordelia De Castellane, hönnuður hjá Dior, á heiðurinn af stellinu …
Cor­delia De Ca­stell­a­ne, hönnuður hjá Dior, á heiður­inn af stell­inu með gulllín­ing­unni.Hér hef­ur hún dekkað lang­borð með ótal kerta­stjök­um og blóma­skreyt­ing­um. Ljós­mynd/​Dior

Eins og amma Marta hefði gert!

Amma mín og nafna, Marta María Jón­as­dótt­ir, lagði mikið upp úr því að leggja fal­lega á borð. Í minn­ing­unni vor­um við tvær alltaf að leggja á borð, finna serví­ett­ur, raða glös­um og gera fínt á meðan kjötstykki kúrði í ofn­in­um inni í eld­húsi. Sparistellið var á sér­stök­um stað í stof­unni og þegar borð var dekkað notaði hún önn­ur hnífa­pör. Gyllt­ir þriggja arma kerta­stjak­ar voru líka dregn­ir fram, í þá voru sett kerti og þau tendruð. Þetta var á þeim tíma sem stálið hélt inn­reið sína á ís­lensk heim­ili og lands­menn marín­eruðu sig í krómi, svörtu leðri og grunn­lit­um.

Þegar ég hugsa til baka voru það þess­ir litlu hlut­ir, þetta fal­lega og ein­falda, sem lýstu til­ver­una. Minn­ing­in um þessa feg­urð fer ekki neitt og ein­hvern veg­inn birt­ist hún þarna í Dior-versl­un­inni. Ætli amma hafi ekki bara verið með mér að klappa tauserví­ett­um og dást að stell­inu með gull­mynstr­inu. Nær feg­urðarskynið út fyr­ir gröf og dauða?

Hér er sama stell, bara í rauðum lit.
Hér er sama stell, bara í rauðum lit. Ljós­mynd/​Dior
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda