Þessi keyptu og seldu, pökkuðu í kassa og fluttu

Guðmundur Marteinsson, Kolbeinn Sigþórsson, Inga Lind Karlsdóttir og Högni Egilsson …
Guðmundur Marteinsson, Kolbeinn Sigþórsson, Inga Lind Karlsdóttir og Högni Egilsson eiga það sameiginlegt að hafa flutt á árinu. Samsett mynd

Það var nóg að gera á fast­eigna­markaðinum á ár­inu sem er að líða þótt Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri hafi gert allt til þess að fólk væri með líf sitt fast í hand­bremsu.

Inga Lind Karlsdóttir festi kaup á krúttlegu einbýli í miðbænum.
Inga Lind Karls­dótt­ir festi kaup á krútt­legu ein­býli í miðbæn­um. Sam­sett mynd

Inga Lind keypti og seldi af mikl­um móð

Þetta var gott ár hjá Ingu Lind Karls­dótt­ur, eig­anda Skot Producti­ons. Hún af­rekaði það að selja dýr­asta hús lands­ins þegar hún seldi ein­býl­is­hús sitt við Mávanes 17 á 850.000.000 kr.

Í fram­hald­inu festi hún kaup á 149.000.000 kr. húsi í miðbæ Reykja­vík­ur, eða svo­kölluðu krútt­húsi eins og það var kallaði í frétt á Smartlandi. Krútt­húsið var reist 1906 og er 136 fm að stærð. Húsið fékk hún af­hent 30. júlí og hóf hún strax að mála veggi og gera fínt. Í leiðinni seldi hún nokkuð ríku­legt magn af hús­gögn­um á Face­book, hjóna­rúm og fleira sem rúmaðist ekki í litla hús­inu. Krútt­húsið er þrjár hæðir, miðhæð, kjall­ari og ris, og með glugg­um í þrjár átt­ir. 

Inga Lind Karlsdóttir greiddi 380.000.000 kr. fyrir þakíbúðina við Laugaveg …
Inga Lind Karls­dótt­ir greiddi 380.000.000 kr. fyr­ir þak­í­búðina við Lauga­veg 168A. Sam­sett mynd

Keypti líka 380 millj­óna íbúð

Inga Lind keypti ekki bara lítið krútt­hús í 101 því hún bætti um bet­ur og festi kaup á 380.000.000 kr. þak­í­búð á Heklureitn­um við Lauga­veg 168. Íbúðin er 236 fm að stærð, hún er enn í smíðum og verður af­hent eft­ir tæp­lega ár. Hafstudio og Studio Homestead koma að hönn­un inn­rétt­inga og eru þær sér­smíðaðar af ít­alska fyr­ir­tæk­inu Cubo Design úr Mit­on-lín­unni þeirra. Hátt er til lofts í íbúðinni eða 3,4 m og henni fylgja stór­ar þaksval­ir.

Haraldur Þórðarson og Ragnhildur Ágústsdóttir hafa fest kaup á húsi …
Har­ald­ur Þórðar­son og Ragn­hild­ur Ágústs­dótt­ir hafa fest kaup á húsi við Blika­nes. Sam­sett mynd

Féllu fyr­ir 335 millj­óna Man­freðshúsi

Har­ald­ur Þórðar­son for­stjóri Skaga og eig­in­kona hans, Ragn­hild­ur Ágústs­dótt­ir mynd­list­armaður, festu kaup á ein­býli eft­ir Man­freð Vil­hjálms­son við Blika­nes í Arn­ar­nesi. Um er að ræða 467 fm ein­býli sem var reist 1973. Þau keyptu húsið af Elvari Aðal­steins­syni
kvik­mynda­fram­leiðanda og Önnu Maríu Pitt sem festu kaup á hús­inu 2018. Har­ald­ur og Ragn­hild­ur greiddu 335.000.000 kr. fyr­ir húsið.

Í fram­hald­inu seldu hjón­in glæsi­legt ein­býli sitt á Seltjarn­ar­nesi. 

Aníta Briem og Hafþór Waldorff keyptu saman íbúð og eignuðsut …
Aníta Briem og Hafþór Waldorff keyptu sam­an íbúð og eignuðsut barn ár ár­inu. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Aníta og Hafþór keyptu íbúð sam­an

Leik­kon­an Aníta Briem og kær­asti henn­ar, Hafþór Waldorff, festu kaup á fal­legri íbúð við Báru­götu. Um er að ræða 129,7 fm íbúð sem er á efstu hæð húss­ins og stát­ar af fögru út­sýni.

Bogi Nils Bogason keypti og seldi hús og keypti hús.
Bogi Nils Boga­son keypti og seldi hús og keypti hús. Sam­sett mynd

For­stjóri seldi hús á leift­ur­hraða

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri flug­fé­lags­ins Icelanda­ir, og Björk Unn­ars­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur seldu glæsi­legt ein­býl­is­hús sitt í Grafar­vogi. Um er að ræða 221,4 fm hús sem reist var 1989. Húsið var teiknað af Vífli Magnús­syni arki­tekt. Húsið var aug­lýst til sölu 2. júlí og
stoppaði stutt við á fast­eigna­markaðnum því að 15. júlí var það selt. Nýr eig­andi er Bergrós Inga­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Al­votech. Hún greiddi ásett verð fyr­ir húsið, eða 175.000.000 kr. Á dög­un­um bár­ust frétt­ir af því að Bogi og Björk hefðu fest kaup á 275.000.000 kr. húsi í Grafar­vogi sem reist var 1999.

Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir.
Högni Eg­ils­son og Snæfríður Ingvars­dótt­ir.

Högni keypti og seldi íbúðir í sama húsi

Tón­list­armaður­inn Högni Eg­ils­son seldi íbúð sína við Kola­götu 3 í Reykja­vík 29. janú­ar á þessu ári. Um er að ræða 125,4 fm íbúð í einni af blokk­un­um við Hafn­ar­torg sem reist­ar voru árið 2018. Íbúðin er á þriðju hæð. Á sama tíma keypti hann aðra íbúð í sama húsi. Rich­ard Neil Palu keypti íbúðina af Högna og greiddi fyr­ir hana 135.000.000 kr. Í fram­hald­inu keypti hann aðra íbúð í sama húsi, 124,6 fm að stærð, og greiddi 131.000.000 kr. fyr­ir hana. Nýja íbúðin er á fimmtu hæð meðan sú sem hann seldi var á þriðju hæð. Það má því segja að tón­list­armaður­inn sé á hraðri upp­leið.

Vífill Magnússon arkitekt teiknaði rúllutertuhúsið og var það reist 1996.
Víf­ill Magnús­son arki­tekt teiknaði rúllu­tertu­húsið og var það reist 1996. Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is

Rúllu­tertu­húsið seld­ist loks­ins

Hið sér­staka rúllu­tertu­hús við Klukku­berg 40 í Hafnar­f­irði seld­ist loks­ins eft­ir að hafa kúrt á fast­eigna­vef mbl.is allt of lengi. Það var hannað af Vífli Magnús­syni arki­tekt og vakti strax at­hygli þegar það var reist 1996. Dof­ri Örn Guðlaugs­son og Vil­hjálm­ur Þór Sig­urðsson keyptu
húsið og greiddu fyr­ir það 120.000.000 kr.

Kolbeinn Sigþórsson seldi glæsiíbúð og keypti glæsihús.
Kol­beinn Sigþórs­son seldi glæs­i­í­búð og keypti glæsi­hús. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kol­beinn keypti glæsi­hús og seldi glæs­i­í­búð 

Ein­ar Örn Bene­dikts­son, syk­ur­moli og listamaður, og eig­in­kona hans, Sigrún Guðmunds­dótt­ir dans­ari, settu ein­stakt ein­býl­is­hús sitt við Bakk­astaði 117 í Grafar­vogi á sölu. Húsið er teiknað af Páli Hjalta­syni arki­tekt og er ríkt að sjón­steypu og fanta­flottri hönn­un. Húsið var ekki lengi á sölu því að Kol­beinn Sigþórs­son fót­boltamaður keypti húsið og greiddi fyr­ir það
225.000.000 kr. 

Guðmundur Marteinsson fyrrum framkvæmdastjóri Bónuss keypti hönnunaríbúð.
Guðmund­ur Marteins­son fyrr­um fram­kvæmda­stjóri Bón­uss keypti hönn­una­r­í­búð. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Keypti 190 millj­óna hönn­una­r­í­búð

Guðmund­ur Marteins­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, og eig­in­kona hans, Ingi­björg
B. Hall­dórs­dótt­ir, keyptu lúxus­í­búð sem Rut Kára­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt hannaði frá A-Ö. Hjón­in greiddu 190.000.000 kr. fyr­ir íbúðina og fylgdu öll glugga­tjöld með í kaup­un­um og líka vegg­ljós. Í kjöl­farið settu hjón­in ein­býl­is­hús sitt í Akra­hverf­inu á sölu en það er ennþá óselt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda