Hafdís leitar að húsnæði til leigu

Hafdís Björg Kristjánsdóttir leitar að húsnæði til leigu fyrir sig …
Hafdís Björg Kristjánsdóttir leitar að húsnæði til leigu fyrir sig og börn sín fjögur. Ljósmynd/Instagram

Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir einkaþjálf­ari leit­ar að hús­næði til leigu á fé­lags­miðlum. Haf­dís býr í Garðabæ um þess­ar mund­ir en hún og Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son, Kleini, hættu sam­an á dög­un­um eft­ir tæp­lega tveggja ára sam­band. Parið leigði 364 fm ein­býli við Löngu­mýri í Garðabæ sem reist var 1985. Parið flutti inn í haust þegar allt lék í lyndi.

Um mánaðamót­in mars/​apríl þarf Haf­dís nýtt hús­næði fyr­ir sig og fjög­ur börn sín. Haf­dís vill helst búa í 102 Reykja­vík, 105, Reykja­vík eða 108 Reykja­vík og tek­ur fram í aug­lýs­ingu að dýra­hald verði að vera leyft. 

Haf­dís sagði frá því í haust að parið hefði flutt í Garðabæ því þau hefðu ekki fundið nægi­lega stórt hús­næði fyr­ir sig og sína í Hlíðunum. 

Húsið sem Haf­dís býr í var aug­lýst til sölu 16. apríl 2024 og sett verð er 193.900.000 kr. Húsið er ennþá óselt. 

Smart­land ósk­ar Haf­dísi góðs geng­is og von­ar að hún finni íbúð í tæka tíð! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda