Hafdís leitar að húsnæði til leigu

Hafdís Björg Kristjánsdóttir leitar að húsnæði til leigu fyrir sig …
Hafdís Björg Kristjánsdóttir leitar að húsnæði til leigu fyrir sig og börn sín fjögur. Ljósmynd/Instagram

Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir einkaþjálf­ari leit­ar að hús­næði til leigu á fé­lags­miðlum. Haf­dís býr í Garðabæ um þess­ar mund­ir en hún og Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son, Kleini, hættu sam­an á dög­un­um eft­ir tæp­lega tveggja ára sam­band. Parið leigði 364 fm ein­býli við Löngu­mýri í Garðabæ sem reist var 1985. Parið flutti inn í haust þegar allt lék í lyndi.

Um mánaðamót­in mars/​apríl þarf Haf­dís nýtt hús­næði fyr­ir sig og fjög­ur börn sín. Haf­dís vill helst búa í 102 Reykja­vík, 105, Reykja­vík eða 108 Reykja­vík og tek­ur fram í aug­lýs­ingu að dýra­hald verði að vera leyft. 

Haf­dís sagði frá því í haust að parið hefði flutt í Garðabæ því þau hefðu ekki fundið nægi­lega stórt hús­næði fyr­ir sig og sína í Hlíðunum. 

Húsið sem Haf­dís býr í var aug­lýst til sölu 16. apríl 2024 og sett verð er 193.900.000 kr. Húsið er ennþá óselt. 

Smart­land ósk­ar Haf­dísi góðs geng­is og von­ar að hún finni íbúð í tæka tíð! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda