Eva Björg Sigurðardóttir hefur sett húsið sitt við Fagraberg í Setberginu í Hafnarfirði á sölu. Húsið er 340 fm og er á tveimur hæðum. Eignin skiptist í efri hæð með tveimur stofum, þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, eldhúsi og borðstofu. Á neðri hæðinni er aukaíbúð með eldhúsinnréttingu, baðherbergi, svefnherbergi og sérinngangi. Ásett verð á eignina er 248.000.000 kr.
Veröndin fyrir framan húsið er glæsileg með útsýni yfir Hafnarfjörð og er annar stór pallur bakgarðsmegin.
Stofur, baðherbergi og svefnherbergi eru máluð í dökkgráum lit sem gerir eignina hlýlega. Stíllinn heldur sér um allt húsið og eru svartir, gráir og ljósbrúnir munir notaðir á móti gráu veggjunum. Gegnheilt parket í eldhúsi, stofum og herbergjum og flísar á baðherbergjum, forstofu og þvottahúsi.
Eldhúsið var tekið í gegn árið 2016 og eldhústæki endurnýjuð. Svört granítplata er á dökkbrúnni innréttingu og eru flísar á milli efri og neðri skápa.
Eva Björg er þekkt fyrir að vera mikil laxveiðiáhugakona en hún var áður með Finni Harðarsyni, framkvæmdastjóra Bjarnar ehf. Vísir greindi frá því í árið 2023 að hún og Gunnar Sigurðsson, fyrrum framkvæmdastjóri Kviku væru nýtt par.