Leiguíbúð Arnars Gauta og Berglindar komin á sölu

Arnar Gauti Sverrisson og Berglind Valdimarsdóttir.
Arnar Gauti Sverrisson og Berglind Valdimarsdóttir. Ljósmynd/Silla Páls

Við Lyngás 1 í Garðabæ er að finna fallega 116 fm íbúð sem er í húsi sem reist var 2015. Arnar Gauti Sverrisson stílisti og eigandi fataverslunarinnar Kroll og eiginkona hans, Berglind Sif Valdemarsdóttir kennari, hafa leigt íbúðina en hún er í eigu félagsins Seating concept á Íslandi ehf. sem er í eigu Helgu Árnadóttur fjárfestis og fyrrverandi eiganda Bestseller á Íslandi. 

Íbúðin er snotur og augljóst að það hefur farið vel um Arnar Gauta og Berglindi í íbúðinni. Íbúðin er á efstu hæð hússins sem er á þriðju hæð. Íbúðin er fimm herbergja og státar af gluggum í þrjár áttir: í austur, norður og vestur. 

Stór og falleg ljósmynd af Arnari Gauta og Berglindi prýðir …
Stór og falleg ljósmynd af Arnari Gauta og Berglindi prýðir forstofuna.

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með ljósgráum borðplötum. Harðparket er á gólfum og eru hvítar innihurðir í íbúðinni. Á baðherberginu eru innréttingar í sama stíl og eru veggir flísalagðir með sandlituðum flísum sem eru sams konar og notaðar eru í heilsulindum úti í heimi. 

Falleg húsgögn prýða heimili Arnars Gauta og Berglindar en þar er að finna stóran og mjúkan sjónvarpssófa og stórt gegnheilt borðstofuborð. Við borðið eru þægilegir borðstofustólar. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Lyngás 1c

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda