Guðmundur Marteins seldi höllina á 365 milljónir

Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans eru búin …
Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans eru búin að selja húsið. Samsett mynd

Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónuss, og Ingibjörg B. Halldórsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Hjálmakur í Garðabæ. Húsið var auglýst til sölu síðasta sumar og var ítarlega fjallað um húsið af því tilefni. 

Um er að ræða 380,2 fm einbýli sem reist var 2008. Húsið var teiknað af Sig­urði Hall­gríms­syni arki­tekt, en það var Hall­grím­ur Friðgeirs­son sem sá um inn­an­húss­hönn­un­ina. Húsið við Hjálmakur fór á sölu eftir að Guðmundur og Ingibjörg festu kaup á einstakri íbúð í Kópavogi sem Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði á sinn einstaka máta. 

Arkitekt hússins er Sigurður Hallgrímsson.
Arkitekt hússins er Sigurður Hallgrímsson.

Kaupendur Hjálmakurs 8 eru Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi MGMT Ventures og Viska Digital Assets, og Þóra Karen Ágústsdóttir byggingarfræðingur. Þau greiddu 365.000.000 kr. fyrir húsið. Með í kaupunum fylgdu gluggatjöld, ljós og allar sérsmíðaðar innréttingar. 

Smartland óskar þeim til hamingju með kaupin! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda