Veitingastaðirinn Bryggjan brugghús lokaði á dögunum en nú er húsnæði staðarins komið á sölu. Um er að ræða 899 fm hæð sem er í húsi sem reist var 1947. Húsið sjálft var endurnýjað fyrir um áratug síðan en í húsinu eru skrifstofur á efri hæðunum.
Fasteignamat húsnæðisins er 348.850.000 kr. og er brunabótamat örlítið hærra eða 350.700.000 kr. Óskað er eftir tilboði í húsnæðið.
Eigandi húsnæðisins er félagið Bjarnar ehf. og er forráðamaður félagsins Einar Guðbjörnsson.
Á dögunum greindi DV frá því að veitingastaðurinn Bryggjan brugghús væri lokaður sem olli áhyggjum hjá fólki sem átti gjafabréf á staðnum. Eigandi húsnæðisins rak ekki veitingastaðinn heldur var reksturinn í höndum annarra aðila.