HönnunarMars fær nýtt útlit

HönnunarMars hefur fengið nýtt útlit sem hannað var af Strik …
HönnunarMars hefur fengið nýtt útlit sem hannað var af Strik Studio. Samsett mynd

Hönn­un­ar­Mars hef­ur fengið nýtt út­lit en hátíðin fer fram dag­ana 2.-6. apríl næst­kom­andi í sautjánda sinn. Hátíðin hef­ur nú fengið nýtt út­lit sem end­ur­spegl­ar tíðarand­ann og þann fjöl­breyti­leika sem hátíðin stend­ur fyr­ir. Verk­efnið var í hönd­um Strik Studio.

Aug­lýst var eft­ir til­lög­um að nýrri nálg­un á út­liti, ásýnd, rödd og upp­lif­un á síðasta ári. Marg­ar til­lög­ur bár­ust og fyr­ir val­inu varð út­færsla Strik Studio. Þau Snorri Eld­járn, Vikt­or Weiss­happ­el, Jakob Her­manns og Auður Al­berts­dótt­ir eru teymið á bak við Strik Studio sem hef­ur vakið eft­ir­tekt fyr­ir verk sín und­an­farið og nálg­ast þau verk­efni sín af mik­illi dýpt og fag­mennsku. 

Snorri Eldjárn, Viktor Veisshappel, Jakob Hermanns og Auður Albertsdóttir er …
Snorri Eld­járn, Vikt­or Veiss­happ­el, Jakob Her­manns og Auður Al­berts­dótt­ir er fólkið á bak við Strik Studio.

Nýtt sjón­ar­horn á ís­lenska hönn­un

Með nýrri ásýnd Hönn­un­ar­Mars leitaðist teymið við að sýna þann marg­breyti­leika sem hátíðin stend­ur fyr­ir en hátíðin sam­ein­ar all­ar grein­ar hönn­un­ar og á sér marg­ar hliðar.

„Hönn­un­ar­Mars gef­ur fólki færi á að kynna sér ýmsa vinkla ís­lenskr­ar hönn­un­ar og jafn­vel frá nýju sjón­ar­horni. Við notuðum þessi sjón­ar­horn sem út­gangspunkt og tól til að skapa spenn­andi ásýnd sem end­ur­spegl­ar fjöl­breyti­leika hátíðar­inn­ar. Okk­ur þótti mik­il­vægt að skapa sterkt ein­kenni sem hef­ur burði til að taka við breyti­legu þema hvers árs,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Útlitið endurspeglar tíðarandann og þann fjölbreytileika sem hátíðin stendur fyrir.
Útlitið end­ur­spegl­ar tíðarand­ann og þann fjöl­breyti­leika sem hátíðin stend­ur fyr­ir.

Þemað er Upp­spretta

Letrið Bon eft­ir let­ur­hönnuðinn Gabrí­el Mark­an varð fyr­ir val­inu hjá Strik Studio, letrið er ákaf­lega stíl­hreint og fell­ur vel und­ir heild­ar­ásýnd Hönn­un­ar­Mars. Einnig fengu þau Gabrí­el til að út­færa bak­ská­letraða og ská­letraða út­gáfu af letr­inu sem skap­ar ákveðin sjón­ar­horn og býður upp á leik í skila­boðum og merk­inu sjálfu.

Þema Hönn­un­ar­Mars 2025 er Upp­spretta og al­geng­ast er að hugsa sér að upp­sprett­an marki augna­blik í tíma þar sem eitt­hvað byrj­ar eða verður til. Teymið nálgaðist þema árs­ins á framúr­stefnu­leg­an hátt, þar sem ljós­mynd­ir hönnuða eru í for­grunni og mynda áhuga­verða lif­andi sam­setn­ingu lita og forma.

Hönn­un­ar­Mars er helsta hönn­un­ar­hátíð lands­ins og ein af borg­ar­hátíðum Reykja­vík­ur. Allt frá upp­hafi hef­ur hátíðin sett svip á borg­ina með fjöl­breytt­um og for­vitni­leg­um sýn­ing­um, viðburðum og sam­töl­um. Hátíðin er skipu­lögð af Miðstöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs og hef­ur farið fram ár­lega síðan árið 2009. Hún er eitt helsta kynn­ing­ar­verk­efni ís­lenskr­ar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs inn­an­lands sem og á alþjóðleg­um vett­vangi.

Þemað er Uppspretta og teymið nálgaðist það á framúrstefnulegan hátt.
Þemað er Upp­spretta og teymið nálgaðist það á framúr­stefnu­leg­an hátt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda