Lúxushús í Akrahverfinu selt í september og komið aftur á sölu

Húsið við Kaldakur 6 er komið á sölu.
Húsið við Kaldakur 6 er komið á sölu.

Við Kaldakur 6 í Akrahverfinu er að finna einstaklega fallegt 236,4 fm einbýlishús sem reist var 2006. Húsið var auglýst til sölu í september og seldist strax. Það var félagið Mels­nes ehf., sem er í eigu Sig­mars Páls Jóns­son­ar lög­manns og eins af eig­anda Nordik lög­fræðiþjón­ustu, sem keypti húsið. Fé­lagið greiddi upp­sett verð fyr­ir húsið eða 230.000.000 kr. Fé­lagið keypti húsið af Sigrúnu Þórólfs­dótt­ur og Magnúsi H. Björns­syni.

Nú er húsið komið aftur á sölu og það í endurbættri útgáfu. Það er magnað að sjá hvað málning og húsgagnaval getur gjörbreytt heimili. 

Gjörbreytt með nýrri litapallettu

Þegar félag Sigmars Páls keypti húsið var það allt hvítmálað að innan fyrir utan einn og einn vegg í steingráum lit. Nú kveður við annan tón því nú eru veggir í bleiktóna sandlit sem er afar huggulegur. Búið er að skipta um gluggatjöld í húsinu, sem eru frá Skermi, og gerir það gæfumuninn er varðar fagurfræðilegt heildarútlit. 

Gluggatjöld eru í sama bleiktóna sandlitnum og veggir hússins og skapar þessi tvenna hlýlega stemningu. 

Húsið var málað að innan í bleiktóna sandlit og inn …
Húsið var málað að innan í bleiktóna sandlit og inn í það voru settar ný gluggatjöld.
Hér má sjá húsið þegar það fór á sölu í …
Hér má sjá húsið þegar það fór á sölu í haust. Þá voru flestir veggir hvítmálaðir nema einn og einn veggur sem var í steingráum lit.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Kaldakur 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda