Glæsileg eign á grónum stað í Garðabæ

Tvær samliggjandi stofur bjóða upp á ýmsa möguleika.
Tvær samliggjandi stofur bjóða upp á ýmsa möguleika. Ljósmynd/Borg fasteignasala

Við Löngumýri í Garðabæ er að finna afar huggulegt einbýlishús sem reist var 1989. Húsið er 339,2 fm og er skemmtilega hannað með tvær samliggjandi stórar og bjartar stofur á fyrstu hæð, sem bjóða upp á ýmsa möguleika. Þaðan er útgengt á skjólgóða og stóra verönd til suðurs, með heitum potti.

Fallegt fiskbeinsmunstrað parket er á gólfum á fyrstu hæð og í eldhúsinu eru miklar og vandaðar innréttingar úr við og fallega bláum lit. Stálstigi með viðarþrepum liggur upp á efri hæðina. Stórir gluggar eru yfir og við stigann.

Á rishæð er sjónvarpshol, baðherbergi, sem er flísalagt í hólf og gólf og með vönduðum innréttingum, tvö barnaherbergi og hjónaherbergi. Inngengt er á baðherbergið úr hjónaherberginu, sem er afar rúmgott. 

Stærð kjallarahæðar er 101,8 fm. Þar er flísalögð forstofa, eldhús, tvö svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur. Bílskúrinn var byggður 2002. Hann er flísalagður, með góðum gluggum og rafmagnshurðaopnara. 

Lóðin telur 704 fm með tyrfðum flötum og fallegum gróðri. Staðsetning húsnæðisins er á grónum og skjólsælum stað í hjarta Garðabæjar og stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og verslanir. 

Af fasteignavef mbl.is: Langamýri 13

Fyrsta hæðin er opin og björt.
Fyrsta hæðin er opin og björt. Ljósmynd/Borg fasteignasala
Útgengt er suðurverönd úr stofunni.
Útgengt er suðurverönd úr stofunni. Ljósmynd/Borg fasteignasala
Skemmtileg uppröðun og fjölbreytni í húsgagnavali setur skemmtilegan svip á …
Skemmtileg uppröðun og fjölbreytni í húsgagnavali setur skemmtilegan svip á stofuna. Ljósmynd/Borg fasteignasala
Séð innan úr eldhúsinu sem er brotið upp með dökkbláum …
Séð innan úr eldhúsinu sem er brotið upp með dökkbláum vegg. Ljósmynd/Borg fasteignasala
Skemmtilegt op á vegg úr stofunni þar sem sést í …
Skemmtilegt op á vegg úr stofunni þar sem sést í stigann. Ljósmynd/Borg fasteignasala
Innréttingar í eldhúsinu eru vandaðar og fallegar. Liturinn á skápum …
Innréttingar í eldhúsinu eru vandaðar og fallegar. Liturinn á skápum og skúffum er klárlega málið. Ljósmynd/Borg fasteignasala
Stálstigi er upp í risið sem er undir súð en …
Stálstigi er upp í risið sem er undir súð en engu að síður hátt til lofts. Ljósmynd/Borg fasteignasala
Veröndin snýr til suðurs og þaðan er gengið út í …
Veröndin snýr til suðurs og þaðan er gengið út í gróðursælan garð. Ljósmynd/Borg fasteignasala
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda