Lykilpersóna í alþjóðlegu hönnunarsenunni kemur til Íslands

DesignTalks fer fram í Hörpu þann 2. apríl 2025.
DesignTalks fer fram í Hörpu þann 2. apríl 2025. Ljósmynd/Hönnunarmiðstöð

Em­anu­ele Coccia er heim­spek­ing­ur og pró­fess­or í fé­lags­vís­ind­um við EHESS, École des Hautes Étu­des en Sciences Socia­les, í Par­ís og verður með er­indi á Design Talks sem fer fram í Hörpu þann 2. apríl. Coccia er virt­ur rit­höf­und­ur og starfar með hönnuðum, lista­mönn­um og menn­ing­ar­stofn­un­um um all­an heim. Design­Talks er lyk­ilviðburður á Hönn­un­ar­Mars og hef­ur fest sig í sessi sem mik­il­væg­ur vett­vang­ur inn­blást­urs og sam­tals um hönn­un og arki­tekt­úr.

Í verk­um sín­um tek­ur Coccia á efn­is­legri til­veru sam­tím­ans, stöðu okk­ar og sam­bandi okk­ar við hana og stuðlar þannig að mik­il­vægu sam­tali um fag­ur­fræði sam­tím­ans.

„Viðhorf Coccia á sam­setn­ingu heims­ins og hverf­ul­leika til­veru okk­ar í hon­um er ein­stakt. Heim­speki­leg linsa hans á hönn­un bæði inspírer­andi og um­hugs­un­ar­verð fyr­ir okk­ar fag. Coccia er skilj­an­lega orðinn lyk­il­per­sóna í alþjóðlegu sam­tíma­list­ar- og hönn­un­ar­sen­unni og við erum hepp­in að fá tæki­færi til að bjóða hann vel­kom­inn á okk­ar svið,“ seg­ir Hlín Helga Guðlaugs­dótt­ir, list­rænn stjórn­andi Design­Talks í frétta­til­kynn­ingu.

Þema Design­Talks þetta árið er Upp­spretta.

„Al­geng­ast er að hugsa sér að upp­sprett­an marki augna­blik í tíma þar sem eitt­hvað byrj­ar eða verður til. Upp­spretta hug­mynda, inn­blást­urs eða lífs jafn­vel. En upp­sprett­an er líka mynd­lík­ing fyr­ir end­ur­skoðun hug­mynda, taka skref til baka, tengj­ast aft­ur upp­run­an­um, hreinsa hug­ann eða end­ur­nýja sig. Að venju, mun stór­kost­leg­ur hóp­ur hönnuða, arki­tekta og skap­andi hugsuða koma fram á Design­Talks og nálg­ast þemað út frá ólík­um hliðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda