Eigulegt raðhús í Garðabæ

Raðhúsið er fallega innréttað með grænni innréttingu í eldhúsi og …
Raðhúsið er fallega innréttað með grænni innréttingu í eldhúsi og fallegum húsgögnum í stofu og borðstofu. Samsett mynd

Við Holts­búð í Garðabæ er að finna heill­andi raðhús á tveim­ur hæðum. Húsið var reist 1977 og er 164 fm að stærð. Búið er að end­ur­nýja húsið mikið eins og sést á ljós­mynd­un­um. 

Á neðri hæðinni er bíl­skúr og her­bergi en á efri hæðinni flæða eld­hús og stofa sam­an í eitt ásamt sjón­varps­her­bergi. 

Í eld­hús­inu er að finna ný­lega inn­rétt­ingu sem er aðallega með neðri skáp­um. Djásn eld­húss­ins er of­urfín Smeg-gaselda­vél með bak­ara­ofni. Eld­húsið er stíl­hreint en á sama tíma hlý­legt. Búið er að skipta um gól­f­efni á hæðinni og er heim­ilið kryddað með fal­leg­um lista­verk­um og hús­gögn­um. 

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Holts­búð 21

Í eldhúsinu er nýleg innrétting og stór gaseldavél sem setur …
Í eld­hús­inu er ný­leg inn­rétt­ing og stór gaselda­vél sem set­ur svip sinn á rýmið.
Gamalt borðstofuborð fer vel við sjöur Arne Jacobsen.
Gam­alt borðstofu­borð fer vel við sjö­ur Arne Jac­ob­sen.
Stórir gluggar prýða stofuna sem vísar í suður en fyrir …
Stór­ir glugg­ar prýða stof­una sem vís­ar í suður en fyr­ir neðan er skjólgóður garður.
Tveir svanir kúra á besta stað í stofu.
Tveir svan­ir kúra á besta stað í stofu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda