Fæði, klæði og húsnæði Ingu Sæland

Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is.
Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is. Ljósmynd/Kári Sverriss

Fólk sem er á besta aldri í dag hef­ur upp­lifað all­ar stærstu breyt­ing­ar sem hafa orðið á heim­in­um síðustu ára­tug­ina. Elsta kyn­slóð þessa lands man til dæm­is vel eft­ir því þegar Ísland var her­numið, sem olli mik­illi ang­ist og átti svo eft­ir að um­turna lífi sveita­manna á lít­illi eyju í Atlants­hafi. Fyrst kom ótt­inn, svo fyllt­ist bær­inn skyndi­lega af vel lykt­andi mönn­um með vel klippt hár, fulla vasa af tyggjói og síga­rett­um. Í stað þess að fagna þess­um glæsi­legu herr­um og þeirra inn­komu í ís­lenskt sam­fé­lag fór karlpen­ing­ur­inn upp á aft­ur­lapp­irn­ar. Íslensk­ar stúlk­ur, sem hrif­ust af þess­um flottu gæj­um, voru í fram­hald­inu út­hrópaðar sem laus­læt­is­drós­ir. Þegar sag­an er skoðuð hef­ur margt breyst til batnaðar í okk­ar sam­fé­lagi. Ekki bara það að kon­ur séu í dag frjáls­ari og geti valið með hverj­um þær deila rúmi held­ur streymdu pen­ing­ar inn í ís­lenskt hag­kerfi á stríðsár­un­um og komu okk­ur út úr mestu vos­búðinni.

Síðan þá hafa lífs­kjör lands­manna haldið áfram að batna jafnt og þétt, alla­vega hjá þeim sem finnst gam­an að bretta upp erm­ar og nenna að vinna. Allt til þess að geta komið sér upp þaki yfir höfuðið og lifað borg­ara­legu lífi.

TikT­ok-kyn­slóðin og Inga Sæ­land

Það runnu því á mig tvær grím­ur þegar aðili tengd­ur mér, sem er af TikT­ok-kyn­slóðinni, sagði að hann hefði pottþétt kosið Ingu Sæ­land í síðustu kosn­ing­um ef hann hefði haft kosn­inga­rétt í nóv­em­ber á síðasta ári. Hvers vegna í ósköp­un­um? spurði ég. Ég hef ekk­ert á móti Ingu Sæ­land sem per­sónu en ég hef haft efa­semd­ir um skrán­ing­araðferðir henn­ar og Flokks fólks­ins eins og kannski fleiri.

Inga Sæland hefur verið í fréttum í vikunni.
Inga Sæ­land hef­ur verið í frétt­um í vik­unni. Morg­un­blaðið/​Eggert


Í ljós kom að slag­orðið fæði, klæði og hús­næði hafði sog­ast svo vel inn í vit­und TikT­ok-kyn­slóðar­inn­ar að börn í 70 þúsund króna Nike-skóm, týnd­um og ótýnd­um, og í glans­andi Moncler-úlp­um voru far­in að halda að Flokk­ur fólks­ins myndi leysa framtíðar­vanda­mál í eitt skipti fyr­ir öll. Með því að kjósa Flokk fólks­ins myndu þau renna blíðlega og áreynslu­laust út úr ung­linga­her­bergi sínu inn í glæs­i­í­búð með upp­hengdu kló­setti, síðum glugg­um, sjálf­virk­um bíl­skúrs­h­urðaropn­ara og gólf­hita. Þau gætu bara haldið áfram að hanga á TikT­ok, drukkið orku­drykki, troðið í vör­ina og látið for­eldra sína aura á sig dag­lega til að fjár­magna hið ljúfa líf. Inga Sæ­land myndi svo bara koma, sjá og sigra … og rétta fram hjálp­ar­hönd. Jafn­vel þótt hún hafi verið á sex­tugs­aldri þegar hún eignaðist sjálf hús­næði.

Kannski er það ekk­ert skrýtið að þessi TikT­ok-aðili sem er tengd­ur mér skuli hafa hugsað þetta því móðir hans var kom­in á fer­tugs­ald­ur þegar hann fædd­ist. Hann hef­ur því aldrei orðið vitni að því þegar mamma átti ekki fyr­ir hús­bréf­un­um og upp­lifði sig sem sig­ur­veg­ara lífs­ins í hvert skipti sem hún náði að skipta ein­um kred­it­korta­reikn­ingi til að geta borgað inn á hitt kred­it­kortið sem var lokað. Þetta var ekki ein­angrað til­felli held­ur gerðist svo oft að það er gáfu­leg­ast að hætta að telja skipt­in. En það má víst ekki tala um pen­inga og ein­hverja svona óþægi­lega hluti við börn nú­tím­ans því þá gætu þau upp­lifað kvíða. Allt færi í baklás og röðin á kvíðameðferðar­stof­unni myndi lengj­ast ennþá meira. Það geng­ur ekki því biðstof­an rúm­ar ekki fleiri pabba með tromm­andi fæt­ur og með merkja­vörutrefla um háls­inn, eða hvað?

Hægt er að lesa Á besta aldri HÉR. 

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir prýðir forsíðu Á besta aldri sem fylgir …
Þór­unn Elísa­bet Sveins­dótt­ir prýðir forsíðu Á besta aldri sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda