Harðduglegt fólk úr flugbransanum keypti 300 milljóna höll

Sigþór Kristinn Skúlason og Þorbjörg Heidi Johannsen festu kaup á …
Sigþór Kristinn Skúlason og Þorbjörg Heidi Johannsen festu kaup á einbýlishúsi við Dalakur á dögunum. Þessi ljósmynd var tekin 2016 þegar þau mættu í teiti hjá Delta. mbl.is/Freyja Gylfa

Við Dalakur í Akrahverfinu í Garðabæ er að finna 276 fm einbýli sem reist var 2014. Húsið sker sig úr því það er á einni hæð, ólíkt flestum húsunum í hverfinu. Það er eftirsótt að búa í hverfi hinna efnameiri eins og Smartland hefur ítrekað fjallað um. 

Húsið var ekki auglýst til sölu heldur var selt í skúffunni, eins og sagt er og sá Vigdís R. Helgadóttir löggiltur fasteignasali um pappírsvinnuna. 

Seljendur hússins eru Hörður Gunnarsson endurskoðandi og eiginkona hans, Hrönn Björnsdóttir. Kaupendur eru Sigþór Kristinn Skúlason og Þorbjörg Heidi Johannsen. Sigþór hefur starfað í flugbransanum allan sinn starfsferil en hann gekk til liðs við Airport Associates, systurfyrirtæki SouthAir, árið 1997 og hefur verið forstjóri þess síðan 2002.

Húsið við Dalakur er stílhreint og smart.
Húsið við Dalakur er stílhreint og smart.

Sigþór og Þorbjörg Heidi greiddu 300.000.000 kr. fyrir einbýlishúsið. 

Smartland óskar þeim til hamingju með nýja húsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda