Karen Björg selur íbúð í arkitektablokkinni

Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir hefur sett glæsilega íbúð sína á …
Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir hefur sett glæsilega íbúð sína á sölu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir, handritshöfundur og uppistandari, hefur sett íbúð sína við Hallgerðargötu á sölu. Um er að ræða 115 fm íbúð sem er í húsi sem reist var 2020. Húsið sjálft er vandað með gluggum úr áli og er klæðning hússins einnig úr lituðu áli og með sementstrefjaplötum.

Blokkin var hönnuð af dönsku arkitektastofunni Schmidt/Hammer/Lassen í samstarfi við VA arkitekta.

Gólfhiti er í íbúðinni og tvö baðherbergi sem mörgum finnst vera sérlegur kostur. 

Eldhúsið er opið inn í stofu með eyju og er steinn á borðplötum og undirlímdur vaskur í innréttingunni.

Heimili Karenar Bjargar er einstaklega smekklega innréttað eins og sést á ljósmyndunum. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Hallgerðargata 9

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda