Hjörleifur og Hjördís keyptu 285 milljóna aldamótahús við Einimel

Hjörleifur Þór Jakobsson og Hjördís Ásberg hafa fest kaup á …
Hjörleifur Þór Jakobsson og Hjördís Ásberg hafa fest kaup á aldamótahúsi við Einimel. Samsett mynd

Viðskiptahjónin Hjörleifur Þór Jakobsson og Hjördís Ásberg hafa fest kaup á glæsihúsi við Einimel í Reykjavík. Einimelur er talin vera ein fínasta gata Vesturbæjarins en í götunni er að finna ríkuleg einbýlishús sem kosta skildinginn. Húsið sem Hjörleifur og Hjördís festu kaup á er á einni hæð og er 242 fm að stærð. Húsið er sannkallað aldamótahús því það var reist 1999.  

Kaupin fóru fram 30. janúar og hefur húsið verið afhent. Fyrir húsið greiddu Hjörleifur og Hjördís 285.000.000 kr. 

Húsið var ekki auglýst til sölu heldur selt í skúffunni og því er ekki hægt að fullyrða neitt um innréttingar. Smartland hefur þó heimildir fyrir því að húsið sé ekki bara fallegt að utan heldur líka að innan sem útskýrir verðið á húsinu. Hjördís og Hjörleifur eru mikið smekkfólk en þau hafa búið við Tjörnina í undurfögru húsi sem þau létu gera að sínu og var ekkert til sparað. 

Húsið er á einni hæð og státar af veglegri flaggstöng …
Húsið er á einni hæð og státar af veglegri flaggstöng sem prýðir garðinn. Það var þó ekki verið að flagga neinu þegar myndin var tekin. mbl.is/MMWJ

Seljendur hússins eru Kristinn Valdimarsson og Guðrún Ína Ívarsdóttir.  

Smartland óskar Hjörleifi og Hjördísi til hamingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda