Snorri Sturluson keypti parhús Birnu Þórðar

Ljósmynd/Snorri Sturluson

Árið 2023 setti Birna Þórðardóttir parhús sitt í 101 Reykjavík á sölu. Birna er listamaður, rithöfundur og aktívisti sem hefur sett svip sinn á íslenskt samfélag. Heimili hennar við Óðinsgötu var í takt við lífsstíl hennar og lífsskoðanir, litríkt og forvitnilegt. Hlaðið listaverkum og áhugaverðum húsgögnum sem sögðu sögu. 

Um er að ræða 8 herbergja hús, alls 153 fm að stærð og var húsið reist 1918. Nú hefur húsið verið selt. 

Kaupendur hússins eru Snorri Sturluson, listrænn stjórnandi á auglýsingastofunni Pipar/TBWA, og Lydia Anna Holt, textahöfundur á Pipar/TBWA. Þau greiddu 92.000.000 kr. fyrir húsið. Hjónin bjuggu lengi í New York en fluttu til Íslands fyrir nokkrum árum! 

Smartland óskar hjónunum til hamingju með húsið! 

Birna Þórðardóttir í lopapeysu og í rústrauðum sokkabuxum 2016.
Birna Þórðardóttir í lopapeysu og í rústrauðum sokkabuxum 2016. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda