Lögfræðingurinn Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson markaðsstjóri Heima hafa sett einstaklega fallegt endaraðhús sitt í Garðabæ á sölu. Hjónin festu kaup á húsinu 2018 og hafa búið til fallega umgjörð utan um sig og fjölskyldu sína.
Endaraðhúsið er 140 fm að stærð og var reist 1982. Það er á tveimur hæðum með rislofti og því nýtist plássið vel. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Eldhús og stofa renna saman í eitt og er útgengi út í garð úr rýminu. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með granítsteini og tanga. Gott skápapláss er í eldhúsinu og er rýmið bjart.
Í garðinum er heitur pottur og stór afgirt verönd.