Guðrún Erla selur útsýnishúsið

Guðrún Erla Jónsdóttir hefur sett íbúð sína á sölu.
Guðrún Erla Jónsdóttir hefur sett íbúð sína á sölu. Ljósmynd/OR

Guðrún Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Lýsi, hefur sett glæsilegt 191 fm raðhús sitt í Kópavogi á sölu. Húsið var reist 2001 og státar af einstöku útsýni yfir Kópavog. 

Hátt er til lofts í stofunni og eldhúsinu en rýmin renna saman í eitt. Í eldhúsinu er ljós viðarinnrétting með fallegum náttúrusteini. Lítil eyja er í eldhúsinu með áföstu eldhúsborði sem er bæði praktískt og fallegt. Í eldhúsinu er tvöfaldur amerískur ísskápur og tveir bakaraofnar. Það er því hægt að töfra fram kræsingar í eldhúsinu án þess að þurfa að upplifa nokkurn eldhústækjaskort. 

Hringlaga borð skilur að stofu og eldhús en fyrir ofan borðið er Secto-ljósið úr Módern. Stórir gluggar prýða stofuna en úr rýminu er útgengi út á svalir. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Glósalir 14

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda