Ríkissjóður Íslands seldi einbýlishús á undirverði

Ríkissjóður Íslands auglýsti einbýlishús við Bárugötu 3 til sölu á dögunum. Um er að ræða 185 fm ein­býli sem reist var 1934. Húsið hef­ur ekki verið notað sem ein­býl­is­hús held­ur sem skrif­stofu- og rann­sókn­ar­hús­næði. 

Þegar húsið var auglýst til sölu var ásett verð 159.500.000 kr. Það þykir ekki sérlega hátt verð miðað við einbýlishús á þessum stað. Hinsvegar kom það fram að húsið yrði selt í því ástandi sem það væri og ljóst að það þyrfti á viðhaldi að halda. 

Húsið stend­ur á eign­ar­lóð. Aust­an meg­in við húsið er bíl­stæði sem hægt er að nýta sem stæði fyr­ir tvo bíla. Í kring­um húsið er gró­inn garður sem stát­ar af æðis­gengnu gull­regni en í fast­eigna­aug­lýs­ingu á mbl.is kem­ur fram að um fal­leg­asta gull­regn á Íslandi sé að ræða.

Nú hefur húsið verið selt. Kaupendur eru Einar Björgvin Sigurbergsson og Angeline Nelima Stuma. Þau greiddu 153.000.000 kr. fyrir húsið og var sérstaklega tekið fram í kaupsamningi að eignin væri seld í því ástandi sem hún væri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda