Á fasteignavef mbl.is kennir ýmissa grasa. Þar er hægt að finna æðislega huggulegar þriggja herbergja íbúðir víðs vegar um höfuðborgina á 60-70 milljónir króna. Sumar hverjar mikið endurnýjaðar og aðrar auglýstar sem frábær fyrstu kaup. Hér eru nokkur dæmi.
Kjörin eign fyrir þá sem vilja vera í miðbænum. Byggingarár íbúðar er 1929. Hún er afar björt og með aukna lofthæð, skráð 84,8 fm. Íbúðin er snyrtileg en hefur fengið að halda í upprunaleikann. Gegnheilir plankar á stærstum hluta íbúðarinnar og listar í loftum. Hún skiptist í anddyri með gegnheilu plankaparketi, eldhús, stofu með gegnheilu plankaparketi, borðstofu, sem einnig er hægt að nota sem herbergi, svefnherbergi og baðherbergi. Þvottaaðstaða er í sameign og hefur hver íbúð sína þvottavél. Geymsla í kjallara og er hún skráð 10,1 fm.
Ásett verð: 67.900.000 kr.
Sjá á fasteignavef: Grettisgata 84 - 101, Reykjavík - mbl.is
Falleg íbúð á þriðju hæð, skráð 85,4 fm. Íbúðin er frábærlega staðsett þar sem er stutt í leikskóla, grunnskóla, íþróttaaðstöðu, verslanir og aðra þjónustu. Hún skiptist í forstofu, hol, eldhús, tvö svefnherbergi, geymslu, baðherbergi og auk geymslu í sameign. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara er inni á baðherbergi. Stofan er björt og þaðan er útgengi út á suðvestur svalir með ágætis útsýni. Frábær eign í mjög rótgrónu hverfi í Grafarvogi.
Ásett verð: 64.900.000 kr.
Sjá á fasteignavef: Jöklafold 39, Reykjavík - mbl.is
Falleg 79 fm, þriggja herbergja íbúð með svölum til suðurs í fjórbýli. Sameiginlegur inngangur með miðhæðinni og gengið upp í ris. Íbúðin er að hluta til undir súð og því eru fermetrar sem geta nýst sem ekki eru reiknaðir með í stærð. Eldhús, stofa og borðstofa eru í alrými, harðparket á gólfum og útgengt á suðursvalir. Svefnherbergin eru tvö. Baðherbergi er snyrtilegt og þar er tengi fyrir þvottavél en einnig er sameiginleg þvottaaðstaða í kjallara hússins. Sér geymsla er einnig í kjallara.
Ásett verð: 65.900.000 kr.
Sjá á fasteignavef: Langholtsvegur 174, Reykjavík - mbl.is
Falleg og mikið endurnýjuð íbúð í fjölbýli á frábærum stað í Reykjavík. Húsið er byggt 1963 en síðustu ár hefur það m.a. verið múrviðgert, málað og skipt um glugga. Frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar, skipt um hurðir í sameign og loftstokkar hreinsaðir. Íbúðin er skráð 78 fm og þar af er 5,2 fm geymsla í sameign. Hún er á þriðju hæð og er með nýju baðherbergi, nýjum hurðum, gólfefni og skiptist í forstofu, aðalrými, eldhús, tvö herbergi og baðherbergi. Þvottaaðstaða er í sameign.
Ásett verð: 67.900.000 kr.
Sjá á fasteignavef: Háaleitisbraut 44, Reykjavík - mbl.is
Íbúðin er á 1. hæð í fallegu lyftuhúsi við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal. Hún er 92,3 fm og geymsla er staðsett innan íbúðar. Stofan er afar björt, með fallegu útsýni og útgengt er á suðursvalir úr stofu. Útgengt er af svölum út í garð. Parket er á gólfum í forstofu, alrými og í herbergjum. Baðherbergi er flísalagt með sturtu, handklæðaofni og góðri þvottaaðstöðu og skolvaski þar hjá. Úlfarsárdalur er sérlega skemmtilegt hverfi og í mikilli uppbyggingu. Þar er skóli og leikskóli, frábær íþróttaaðstaða, sundlaug og bókasafn.
Ásett verð: 69.900.000 kr.
Sjá á fasteignavef: Skyggnisbraut 30, Reykjavík - mbl.is