„Ég sé mig ekki fyrir mér í nýbyggingu“

Ljósmynd/Rakel Rún

Eva Rakel Jóns­dótt­ir starfar hjá Icelanda­ir og er mik­ill fag­ur­keri. Inn­an­húss­hönn­un er eitt af
aðaláhuga­mál­um henn­ar og hef­ur verið nostrað við hvern ein­asta kima á heim­ili henn­ar og fjöl­skyld­unn­ar. Hún sér ekki fyr­ir sér að flytja í ný­bygg­ingu held­ur heill­ast hún af stein­steypt­um hús­um með frönsk­um glugg­um.

Hvað er það fal­leg­asta sem þú átt?

„Ætli það sé ekki mál­verk eft­ir Krist­ínu Mort­hens sem er ein af mín­um bestu vin­kon­um. Mér þykir voðal­ega vænt um mál­verkið, hún málaði það sér­stak­lega með íbúðina okk­ar í huga. Það pass­ar líka ein­stak­lega vel inn til okk­ar.“

Fallegasti hlutur Evu er málverkið eftir bestu vinkonu hennar, listakonuna …
Fal­leg­asti hlut­ur Evu er mál­verkið eft­ir bestu vin­konu henn­ar, lista­kon­una Krist­ínu Mort­hens. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað keypt­ir þú síðast?

„Pila­tes-sokka frá Wod búð og bleik­an sund­bol frá Hildi Yeom­an.“

Eva er á leið í frí og fékk sér bleikan …
Eva er á leið í frí og fékk sér bleik­an sund­bol frá Hildi Yeom­an.

Hvert er þitt upp­á­halds­hús­gagn?

„Elephant-stól­arn­ir mín­ir frá Norr11. Ég er mjög hrif­in af þess­ari línu frá þeim. Við erum bæði með borðstofu­stóla og einn hæg­inda­stól úr lín­unni.“

Uppáhaldssnyrtivaran er Flawless Filter frá Charlotte Tilbury.
Upp­á­halds­snyrti­var­an er Flaw­less Filter frá Char­lotte Til­bury.

Hvernig efni finnst þér fal­leg­ust?

„Nátt­úru­leg efni eins og marmari, leður og tré. Ég elska allt úr koní­aks­brúnu leðri og það sjá flest­ir sem koma heim til mín.“

Hvernig arki­tekt­úr finnst þér fal­leg­ast­ur?

„Ætli ég sé ekki þessi týpíski Íslend­ing­ur sem heill­ast mest af skandi­nav­ísk­um stíl og þá sér­stak­lega sænsk­um. Sví­arn­ir eru meira að vinna með vegg­fóður en aðrar Norður­landaþjóðir. Ég elska vegg­fóður og er með þrjú mis­mun­andi vegg­fóður á heim­il­inu.“

Áttu þér upp­á­halds­tíma­bil í sögu bygg­ing­ar­list­ar?

„Ég þekki ekki sögu bygg­ing­ar­list­ar nægi­lega vel til þess að nefna eitt­hvert sér­stakt tíma­bil. En eldri hús í svo­kölluðum nýklass­ísk­um bygg­ing­ar­stíl heilla mig mjög mikið. Ég heill­ast mikið af stein­steypt­um hús­um með frönsk­um glugg­um. Ég sé mig ekki fyr­ir mér búa í ný­bygg­ingu nema hún væri byggð í svona göml­um róm­an­tísk­um stíl.“

Marokkóski keramikvasinn í glugganum er frá Magnoliu á Skólavörðustíg en …
Mar­okkóski kera­mikvasinn í glugg­an­um er frá Magnoliu á Skóla­vörðustíg en Eva keypti hann notaðan á Face­book. Ljós­mynd/​Aðsend

Hver er upp­á­halds­snyrti­var­an?

„Flaw­less-filter frá Char­lotte Til­burry. Snilld­ar­vara sem ger­ir húðina slétta og smá gljá­andi. Það þarf að nota mjög lítið af henni í einu.“

Ilmurinn The Lost Chapter frá & Other Stories.
Ilm­ur­inn The Lost Chap­ter frá & Ot­her Stories.

Hver er upp­á­halds­morg­un­mat­ur­inn þinn?

„Ég borða aldrei morg­un­mat. En ég byrja alla daga á að fá mér vatn með tveim­ur mat­skeiðum af epla­e­diki frá Olifa og síðan fæ ég mér svart kaffi og stund­um cappucc­ino. Það fer eft­ir því hvernig stuði ég er í. Ætli kaffi­vél­in sé ekki einn af mín­um upp­á­halds­hlut­um á heim­il­inu. Við erum með Sage espresso-kaffi­vél sem ég get ekki mælt meira með. Kaffið heima er al­veg eins og kaffi á kaffi­húsi.“

Hvað keypt­ir þú síðast inn á heim­ilið?

„Ég keypti fal­leg­an notaðan vasa sem ég sá aug­lýst­an í Face­book-hóp. Vasinn er upp­haf­lega keypt­ur í búðinni Magnoliu á Skóla­vörðustíg og er hand­málaður vasi með mar­okkósku munstri. Ég er mjög hrif­in af hlut­um sem eru und­ir mar­okkósk­um áhrif­um.“

Eva féll fyrir Harrod’s í London en hún starfaði þar …
Eva féll fyr­ir Harrod’s í London en hún starfaði þar þegar hún var 21 árs göm­ul.

Upp­á­haldsilm­ur?

„The Lost Chap­ter frá &Ot­her Stories. Hann minn­ir rosa­lega á San­tal33 frá Le Labo, en er betri fyr­ir budd­una.“

Hver er besti dag­ur lífs­ins?

„Þegar börn­in mín tvö fædd­ust og einnig brúðkaups­dag­ur okk­ar hjóna 8. júlí 2023.“

Upp­á­halds­hlaðvarp?

„Komið gott! Ekki spurn­ing. Ég er alltaf spennt núna fyr­ir miðviku­dög­um þegar nýr þátt­ur kem­ur út.“

Upp­á­halds­s­fé­lags­miðill?

„In­sta­gram.“

Hvaða tísku­hús var fyrst í röðinni til að heilla þig upp úr skón­um?

„Harrods í London. Ég vann þar í eitt ár þegar ég var 21 árs. Það var al­gjört æv­in­týri og búðin er sögu­fræg eins og lista­verk með enda­laust af fal­leg­um deild­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda