„Ég sé mig ekki fyrir mér í nýbyggingu“

Ljósmynd/Rakel Rún

Eva Rakel Jónsdóttir starfar hjá Icelandair og er mikill fagurkeri. Innanhússhönnun er eitt af
aðaláhugamálum hennar og hefur verið nostrað við hvern einasta kima á heimili hennar og fjölskyldunnar. Hún sér ekki fyrir sér að flytja í nýbyggingu heldur heillast hún af steinsteyptum húsum með frönskum gluggum.

Hvað er það fallegasta sem þú átt?

„Ætli það sé ekki málverk eftir Kristínu Morthens sem er ein af mínum bestu vinkonum. Mér þykir voðalega vænt um málverkið, hún málaði það sérstaklega með íbúðina okkar í huga. Það passar líka einstaklega vel inn til okkar.“

Fallegasti hlutur Evu er málverkið eftir bestu vinkonu hennar, listakonuna …
Fallegasti hlutur Evu er málverkið eftir bestu vinkonu hennar, listakonuna Kristínu Morthens. Ljósmynd/Aðsend

Hvað keyptir þú síðast?

„Pilates-sokka frá Wod búð og bleikan sundbol frá Hildi Yeoman.“

Eva er á leið í frí og fékk sér bleikan …
Eva er á leið í frí og fékk sér bleikan sundbol frá Hildi Yeoman.

Hvert er þitt uppáhaldshúsgagn?

„Elephant-stólarnir mínir frá Norr11. Ég er mjög hrifin af þessari línu frá þeim. Við erum bæði með borðstofustóla og einn hægindastól úr línunni.“

Uppáhaldssnyrtivaran er Flawless Filter frá Charlotte Tilbury.
Uppáhaldssnyrtivaran er Flawless Filter frá Charlotte Tilbury.

Hvernig efni finnst þér fallegust?

„Náttúruleg efni eins og marmari, leður og tré. Ég elska allt úr koníaksbrúnu leðri og það sjá flestir sem koma heim til mín.“

Hvernig arkitektúr finnst þér fallegastur?

„Ætli ég sé ekki þessi týpíski Íslendingur sem heillast mest af skandinavískum stíl og þá sérstaklega sænskum. Svíarnir eru meira að vinna með veggfóður en aðrar Norðurlandaþjóðir. Ég elska veggfóður og er með þrjú mismunandi veggfóður á heimilinu.“

Áttu þér uppáhaldstímabil í sögu byggingarlistar?

„Ég þekki ekki sögu byggingarlistar nægilega vel til þess að nefna eitthvert sérstakt tímabil. En eldri hús í svokölluðum nýklassískum byggingarstíl heilla mig mjög mikið. Ég heillast mikið af steinsteyptum húsum með frönskum gluggum. Ég sé mig ekki fyrir mér búa í nýbyggingu nema hún væri byggð í svona gömlum rómantískum stíl.“

Marokkóski keramikvasinn í glugganum er frá Magnoliu á Skólavörðustíg en …
Marokkóski keramikvasinn í glugganum er frá Magnoliu á Skólavörðustíg en Eva keypti hann notaðan á Facebook. Ljósmynd/Aðsend

Hver er uppáhaldssnyrtivaran?

„Flawless-filter frá Charlotte Tilburry. Snilldarvara sem gerir húðina slétta og smá gljáandi. Það þarf að nota mjög lítið af henni í einu.“

Ilmurinn The Lost Chapter frá & Other Stories.
Ilmurinn The Lost Chapter frá & Other Stories.

Hver er uppáhaldsmorgunmaturinn þinn?

„Ég borða aldrei morgunmat. En ég byrja alla daga á að fá mér vatn með tveimur matskeiðum af eplaediki frá Olifa og síðan fæ ég mér svart kaffi og stundum cappuccino. Það fer eftir því hvernig stuði ég er í. Ætli kaffivélin sé ekki einn af mínum uppáhaldshlutum á heimilinu. Við erum með Sage espresso-kaffivél sem ég get ekki mælt meira með. Kaffið heima er alveg eins og kaffi á kaffihúsi.“

Hvað keyptir þú síðast inn á heimilið?

„Ég keypti fallegan notaðan vasa sem ég sá auglýstan í Facebook-hóp. Vasinn er upphaflega keyptur í búðinni Magnoliu á Skólavörðustíg og er handmálaður vasi með marokkósku munstri. Ég er mjög hrifin af hlutum sem eru undir marokkóskum áhrifum.“

Eva féll fyrir Harrod’s í London en hún starfaði þar …
Eva féll fyrir Harrod’s í London en hún starfaði þar þegar hún var 21 árs gömul.

Uppáhaldsilmur?

„The Lost Chapter frá &Other Stories. Hann minnir rosalega á Santal33 frá Le Labo, en er betri fyrir budduna.“

Hver er besti dagur lífsins?

„Þegar börnin mín tvö fæddust og einnig brúðkaupsdagur okkar hjóna 8. júlí 2023.“

Uppáhaldshlaðvarp?

„Komið gott! Ekki spurning. Ég er alltaf spennt núna fyrir miðvikudögum þegar nýr þáttur kemur út.“

Uppáhaldssfélagsmiðill?

„Instagram.“

Hvaða tískuhús var fyrst í röðinni til að heilla þig upp úr skónum?

„Harrods í London. Ég vann þar í eitt ár þegar ég var 21 árs. Það var algjört ævintýri og búðin er sögufræg eins og listaverk með endalaust af fallegum deildum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda