Bogadreginn tangi kom í staðinn fyrir eyju

Hild­ur Ísdal Þor­geirs­dótt­ir arki­tekt er flutt heim til Íslands eft­ir að hafa stundað nám og vinnu er­lend­is. Eitt af henn­ar fyrstu verk­efn­um eft­ir að hún flutti heim var að end­ur­hanna eld­hús fyr­ir fólk sem vildi sam­eina praktík og klass­íska hönn­un. Boga­dreg­inn tangi lyft­ir hönn­un­inni upp í hæstu hæðir. 

Fer­ill Hild­ar sem arki­tekt hófst árið 2000 þegar hún fór til Mílanó á Ítal­íu til að læra inn­an­húss­arki­tekt­úr. Eft­ir að námi lauk árið 2002 kom hún aft­ur heim og fór að vinna við fagið. Þá kallaði það á hana að mennta sig meira í fag­inu því hún vildi vinna með bygg­ing­ar í heild sinni.

„Leiðin lá þá lóðbeint í LHÍ þar sem ég kláraði BA-gráðu í arki­tekt­úr. Svo ég fór með eig­in­manni og tveim­ur litl­um börn­um til Stokk­hólms til að klára námið við Kungliga Tekn­iska Högskol­an. Ég út­skrifaðist þaðan sem arki­tekt árið 2014. Eft­ir það vann ég að mest­um hluta hjá stórri arki­tekta­stofu sem heit­ir Arki­tema. Þessi ferð sem átti að vera 3-4 ár varð að 11 árum á end­an­um! Nú er ég flutt aft­ur heim til Íslands, kláraði próf sem lög­gilt­ur mann­virkja­hönnuður í fyrra og er í dag með eig­in starf­semi; Ísdal arki­tekt­úr & inn­an­húss­hönn­un, www.is­dal.is. Ég hanna hús að inn­an og utan enda elska ég að tengja sam­an heild­ar­mynd­ina og horfa á allt frá þakkanti niður að sam­skeyt­um í borðplötu. Það þarf líka oft bygg­ing­ar­leyfi áður en farið er í fram­kvæmd­ir svo mér finnst frá­bært að geta græjað heild­arpakk­ann ef kúnn­inn vill fara í inn­rétt­ing­ar líka,“ seg­ir Hild­ur.

Eldhúsið er langt og mjótt og til þess að gera …
Eld­húsið er langt og mjótt og til þess að gera meira úr því setti Hild­ur boga­dreg­inn tanga við enda inn­rétt­ing­ar­inn­ar sem ger­ir það að verk­um að fimm mann­eskj­ur geta setið við tang­ann. Ljós­mynd­ir/​Thelma Harðardótt­ir

Eitt af fyrstu verk­efn­um Hild­ar eft­ir að hún flutti heim og fór að vinna sjálf­stætt var að hanna eld­hús í fal­legu húsi.

„Þetta eld­hús var eitt af mín­um fyrstu verk­efn­um eft­ir að byrja að vinna sjálf­stætt og það hef­ur fengið mjög já­kvæða at­hygli. Eld­hús geta verið langt ferli frá hug­mynd að raun­veru­leika, þó að verk­efnið sé ekki stórt miðað við önn­ur þá er verið að henda bolt­um og fyr­ir­spurn­um á milli ólíkra aðila, sem tek­ur tíma. Svo þarf oft­ast að bíða eft­ir efni að utan og þegar unnið er með stein þá er ferlið yf­ir­leitt auka­lega 4 vik­ur eft­ir að inn­rétt­ing er til­bú­in og ég er mjög ánægð með loka­út­kom­una.“

Hátt er til lofts í eldhúsinu og er útgengt úr …
Hátt er til lofts í eld­hús­inu og er út­gengt úr því út í garð. Hild­ur blandaði eik við sprautulakkaða áferð í inn­rétt­ing­un­um. Ljós­mynd­ir/​Thelma Harðardótt­ir

Bog­inn gef­ur meiri mýkt

Hvaða ósk­ir voru hús­ráðend­ur með?

„Þau lögðu áherslu á praktík og tíma­leysi en við fór­um fyrst í að skoða hvernig form og upp­röðun á eld­húsi myndi passa. Rýmið er ílangt og þau langaði ekki í beina inn­rétt­ingu sitt á hvor­um veggn­um, helst eyju. Þar sem það var ekki hægt í þessu til­felli lengdi ég inn­rétt­ing­una fram yfir gólfsíðan glugg­ann eins og sést á mynd­um og gerði tanga. Hann virk­ar ekki bara sem vinnu­borð held­ur líka mat­ar­borð fyr­ir fimm manna fjöl­skyldu. Það er hægt að sitja báðum meg­in við tang­ann við öll tæki­færi. Húsið sjálft er mjög nú­tíma­legt og glæsi­legt. Bog­inn í tang­an­um, ásamt mild­um litatón­um, gef­ur meiri mýkt inn í húsið en held­ur samt þeim klassa sem þegar er,“ seg­ir Hild­ur.

Boga­dregni tang­inn er skemmti­leg­ur. Hver er pæl­ing­in á bak við hann? Fannst þér vanta mýkri lín­ur?

Marmarinn setur tóninn í eldhúsinu og fer vel við innréttingar …
Marmar­inn set­ur tón­inn í eld­hús­inu og fer vel við inn­rétt­ing­ar og veggi. Ljós­mynd/​Thelma Harðardótt­ir

„Já, mér fannst vanta mýkt. Ég hef verið svo ánægð með að und­an­far­in ár sé bog­inn aft­ur orðinn vin­sæll bæði í arki­tekt­úr og inn­an­húss­hönn­un. Ég held að það sé andsvar við öll­um beinu lín­un­um sem hafa verið gegn­um­gang­andi síðustu 20 ár. Það er ákveðin mýkt og róm­an­tík í þess­um form­um og átti vel við í þessu verk­efni,“ seg­ir hún.

Hildur segir að fólk sækist mjög mikið eftir því að …
Hild­ur seg­ir að fólk sæk­ist mjög mikið eft­ir því að hafa tækja­skápa á heim­il­um sín­um en í þessu eld­húsi er ein­mitt einn slík­ur. Ljós­mynd/​Thelma Harðardótt­ir

Marmar­inn set­ur líka mik­inn svip á eld­húsið. Get­ur þú sagt mér meira frá hon­um?

„Teg­und­in er Fiori di Boscho og kem­ur frá Ítal­íu í gegn­um Fígaró nátt­úru­stein og þau græjuðu þetta af mik­illi list. Ég er sér­stak­lega ánægð með led-lýs­ing­una sem er byggð inn í stein­inn og lýs­ir hann upp svo að hann fái að njóta sín sem best.“

Marmarinn flæðir upp á veggi inni í kaffihorninu sem prýðir …
Marmar­inn flæðir upp á veggi inni í kaffi­horn­inu sem prýðir eld­húsið. Ljós­mynd/​Thelma Harðardótt­ir

Hvaða lit­ur er á inn­rétt­ing­unni og hvar var hún smíðuð?

„Þetta er efni sem heit­ir Kashm­ir Grey frá Inn­val, en sér­smíðuð af IK inn­rétt­ing­um. Höld­urn­ar eru fram­leidd­ar í sama lit svo það var borðleggj­andi að hafa þær með.“

Marmarinn í eldhúsinu er einstaklega fallegur.
Marmar­inn í eld­hús­inu er ein­stak­lega fal­leg­ur. Ljós­mynd/​Thelma Harðardótt­ir

Er hún í sama lit og vegg­irn­ir?

„Lit­ur­inn á veggn­um í eld­hús­inu er 1/​4 „Truffla“ frá Slipp­fé­lag­inu. Þegar pruf­an var sett á vegg­inn þá stein­lá lita­valið. Svo var sett 100% „Truffla“ á önn­ur rými svo að heild­ar­lita­val teng­ist.“

Hvað vild­ir þú kalla fram?

„Mér fannst mik­il­vægt að steinn­inn yrði aðal­atriðið og að hús­ráðend­ur myndu elska eld­húsið sitt á hverj­um degi. Þess vegna eru ekki eins af­ger­andi lit­ir í eld­hús­inu, en svo­lítið af eik til að fá fram hlýju á móts við stein­inn.“

Hvað um lýs­ing­una? Hvaðan eru ljós­in?

„Ljós­in koma frá PFAFF og það að hafa hring­laga ljós yfir eyj­unni legg­ur meiri áherslu á bog­ann.“

En stól­arn­ir?

„Stól­arn­ir eru úr Hús­gagna­höll­inni og voru vald­ir af eig­end­um en ég lagði áherslu á að þeir yrðu með þægi­legu baki. Þá er hægt að sitja nota­lega tím­un­um sam­an þrátt fyr­ir að vera hærri stól­ar.“

Hvað ertu ánægðust með varðandi þetta verk­efni?

„Að aðilarn­ir sem smíðuðu gerðu það af mik­illi vand­virkni og í góðum sam­skipt­um við mig. Kúnn­inn fékk ósk­ir sín­ar upp­fyllt­ar og allt gekk vel fyr­ir sig.“

Hvernig finnst þér heim­ili fólks vera að þró­ast?

„Heim­ili eru að breyt­ast þar sem fólk er farið að búa þrengra en það gerði. Fólk vill vera ná­lægt þjón­ustu og ekki hafa áhyggj­ur af viðhaldi á stór­um fast­eign­um. Borga jafn­vel meira fyr­ir færri fer­metra til að upp­fylla það og vera frjáls­ara. Með réttu skipu­lagi er hægt að koma sér vel fyr­ir í minni rým­um. Það eru marg­ir lífs­stíls­hóp­ar á net­inu og sér­fræðing­ar að sýna og koma á fram­færi sniðugum lausn­um við þannig inn­rétt­ing­ar. Þetta var ekki til fyr­ir um 10 árum en er í dag al­gjört trend sbr. tiny-homes og compact-li­ving. Það er kom­inn smá áhugi aft­ur á að loka eld­húsið ör­lítið af eða geta lokað með renni/​felli­h­urð yfir vask og elda­vél svo að eld­húsið minni meira á borðstofu en eld­hús, sér­stak­lega í minni íbúðum.“

Oft er sagt að all­ir vilji það sama, hver er þín skoðun á því?

„Í dag vilja nán­ast all­ir hafa opin eld­hús og stofu í sama rými en það er búið að vera þannig í nán­ast tvo ára­tugi og út um all­an heim. Þá breyt­ast inn­rétt­ing­ar með og fólk vill geta lokað af óreiðu sem á það til að mynd­ast í eld­húsi. Þess vegna hafa tækja­skáp­ar verið svona vin­sæl­ir og þar er svarið já, all­ir vilja tækja­skáp! Það ganga trend í eld­hús­um eins og í ann­arri hönn­un og þá tók ég sér­stak­lega eft­ir svört­um eld­hús­inn­rétt­ing­um þegar ég flutti heim. En Íslend­ing­ar eru öðru­vísi en aðrar Norður­landaþjóðir þarna og eru dekkri í lita- og efn­is­vali, kveikja á kert­um og hafa það nota­legt í myrkr­inu,“ seg­ir Hild­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda