Litaval hefur áhrif á líðan fólks

Anna Bergmann býr vel í Vesturbænum.
Anna Bergmann býr vel í Vesturbænum. Morgunblaðið/Eyþór

Uppáhaldshorn Önnu Bergmann á heimilinu er í stofunni þar sem morgunbollinn er iðulega drukkinn, bækur lesnar og kvöldspjallið tekið.

Anna Bergmann býr í fallegri þriggja hæða íbúð í Vesturbænum ásamt Atla eiginmanni sínum. Þau fluttu í hana árið 2019 og hafa gert fallegt í kringum sig. Þau eiga saman tvo stráka, Mána og Marinó, og hundinn Emmu.

„Svo var ég svo heppin að eignast tvö bónusbörn, Breka og Sunnu,“ segir Anna.

Uppáhaldsrými Önnu er stofan sem er það fyrsta sem tekur …
Uppáhaldsrými Önnu er stofan sem er það fyrsta sem tekur á móti þeim þegar gengið er upp í aðalrými íbúðarinnar. Þríhyrnda stofuborðið er frá Vitra og var hannað árið 1944. mbl.is/Eyþór

Anna starfar sem markaðsstjóri Slippfélagsins og hefur gríðarlegan áhuga á markaðsheiminum, tísku, fagurfræði og heilbrigðu líferni. Uppáhaldshorn Önnu á heimilinu er í stofunni.

„Þegar gengið er upp í aðalrými íbúðarinnar er þetta í raun það fyrsta sem tekur á móti manni. Þar hanga myndir af strákunum okkar sem eru dýrmætustu munirnir á heimilinu. Stóru gluggarnir heilla augað og svo er ekkert betra en að hjúfra sig uppi í sófa með kertaljós alls staðar í kring. Í þessu rými fæ ég líka að eiga minn heilaga „me-time“ þegar synir mínir eru farnir að sofa,“ segir Anna.

Litasamsetningin í stofunni er þægileg og enginn litur stingur í …
Litasamsetningin í stofunni er þægileg og enginn litur stingur í augu. Hringlaga spegillinn á veggnum stækkar rýmið. mbl.is/Eyþór

Hún segist hafa átt margar dýrmætar stundir í þessu rými.

„Þarna hef ég verið með börnin mín agnarsmá á meðan ég var í fæðingarorlofi. Ófáir morgunbollar hafa verið drukknir, bækur lesnar og þættir kláraðir í þessum sófa okkar. Við hjónin eigum okkar kvöldspjall í þessu rými og gæðastundir með börnunum.“

Barborðið á milli glugganna gefur fyllingu og persónulegt útlit á …
Barborðið á milli glugganna gefur fyllingu og persónulegt útlit á rýmið. Svarti plattinn á veggnum er frá Tine K og passar vel á mjóan vegg. mbl.is/Eyþór

Spáirðu mikið í innanhússhönnun?

„Ég gerði það ekki nei, en núna starfa ég í málningargeiranum og finnst mér því mikilvægt að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að litatísku og öðru sem tengist innanhússhönnun. Ég finn að áhuginn fer vaxandi og fannst mér sem dæmi ótrúlega skemmtilegt að gera barnaherbergi fyrir strákana mína. Mér finnst það skipta miklu máli að líða vel í hverju rými. Litaval hefur mikil áhrif þar og ég er mjög spennt að fara að mála allt heima í mjúkum lit sem gefur manni hlýtt faðmlag.“

Á veggjunum eru fjölskyldumyndir sem Önnu þykir ótrúlega vænt um. …
Á veggjunum eru fjölskyldumyndir sem Önnu þykir ótrúlega vænt um. Svarti skápurinn við hliðina á sófanum geymir hluti sem litlir fingur eiga erfiðara með að ná í eins og glös og annað brothætt. mbl.is/Eyþór
Hvíti Flowerpot-lampinn frá &Tradition er fallegur ásamt bókum á stofuborðinu.
Hvíti Flowerpot-lampinn frá &Tradition er fallegur ásamt bókum á stofuborðinu. mbl.is/Eyþór
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda