Litaval hefur áhrif á líðan fólks

Anna Bergmann býr vel í Vesturbænum.
Anna Bergmann býr vel í Vesturbænum. Morgunblaðið/Eyþór

Upp­á­halds­horn Önnu Berg­mann á heim­il­inu er í stof­unni þar sem morg­un­boll­inn er iðulega drukk­inn, bæk­ur lesn­ar og kvöld­spjallið tekið.

Anna Berg­mann býr í fal­legri þriggja hæða íbúð í Vest­ur­bæn­um ásamt Atla eig­in­manni sín­um. Þau fluttu í hana árið 2019 og hafa gert fal­legt í kring­um sig. Þau eiga sam­an tvo stráka, Mána og Marinó, og hund­inn Emmu.

„Svo var ég svo hepp­in að eign­ast tvö bón­us­börn, Breka og Sunnu,“ seg­ir Anna.

Uppáhaldsrými Önnu er stofan sem er það fyrsta sem tekur …
Upp­á­halds­rými Önnu er stof­an sem er það fyrsta sem tek­ur á móti þeim þegar gengið er upp í aðal­rými íbúðar­inn­ar. Þrí­hyrnda stofu­borðið er frá Vitra og var hannað árið 1944. mbl.is/​Eyþór

Anna starfar sem markaðsstjóri Slipp­fé­lags­ins og hef­ur gríðarleg­an áhuga á markaðsheim­in­um, tísku, fag­ur­fræði og heil­brigðu líferni. Upp­á­halds­horn Önnu á heim­il­inu er í stof­unni.

„Þegar gengið er upp í aðal­rými íbúðar­inn­ar er þetta í raun það fyrsta sem tek­ur á móti manni. Þar hanga mynd­ir af strák­un­um okk­ar sem eru dýr­mæt­ustu mun­irn­ir á heim­il­inu. Stóru glugg­arn­ir heilla augað og svo er ekk­ert betra en að hjúfra sig uppi í sófa með kerta­ljós alls staðar í kring. Í þessu rými fæ ég líka að eiga minn heil­aga „me-time“ þegar syn­ir mín­ir eru farn­ir að sofa,“ seg­ir Anna.

Litasamsetningin í stofunni er þægileg og enginn litur stingur í …
Lita­sam­setn­ing­in í stof­unni er þægi­leg og eng­inn lit­ur sting­ur í augu. Hring­laga speg­ill­inn á veggn­um stækk­ar rýmið. mbl.is/​Eyþór

Hún seg­ist hafa átt marg­ar dýr­mæt­ar stund­ir í þessu rými.

„Þarna hef ég verið með börn­in mín agn­arsmá á meðan ég var í fæðing­ar­or­lofi. Ófáir morg­un­boll­ar hafa verið drukkn­ir, bæk­ur lesn­ar og þætt­ir kláraðir í þess­um sófa okk­ar. Við hjón­in eig­um okk­ar kvöld­spjall í þessu rými og gæðastund­ir með börn­un­um.“

Barborðið á milli glugganna gefur fyllingu og persónulegt útlit á …
Bar­borðið á milli glugg­anna gef­ur fyll­ingu og per­sónu­legt út­lit á rýmið. Svarti platt­inn á veggn­um er frá Tine K og pass­ar vel á mjó­an vegg. mbl.is/​Eyþór

Spá­irðu mikið í inn­an­húss­hönn­un?

„Ég gerði það ekki nei, en núna starfa ég í máln­ing­ar­geir­an­um og finnst mér því mik­il­vægt að vera með putt­ann á púls­in­um þegar kem­ur að lita­tísku og öðru sem teng­ist inn­an­húss­hönn­un. Ég finn að áhug­inn fer vax­andi og fannst mér sem dæmi ótrú­lega skemmti­legt að gera barna­her­bergi fyr­ir strák­ana mína. Mér finnst það skipta miklu máli að líða vel í hverju rými. Lita­val hef­ur mik­il áhrif þar og ég er mjög spennt að fara að mála allt heima í mjúk­um lit sem gef­ur manni hlýtt faðmlag.“

Á veggjunum eru fjölskyldumyndir sem Önnu þykir ótrúlega vænt um. …
Á veggj­un­um eru fjöl­skyldu­mynd­ir sem Önnu þykir ótrú­lega vænt um. Svarti skáp­ur­inn við hliðina á sóf­an­um geym­ir hluti sem litl­ir fing­ur eiga erfiðara með að ná í eins og glös og annað brot­hætt. mbl.is/​Eyþór
Hvíti Flowerpot-lampinn frá &Tradition er fallegur ásamt bókum á stofuborðinu.
Hvíti Flowerpot-lamp­inn frá &Tra­diti­on er fal­leg­ur ásamt bók­um á stofu­borðinu. mbl.is/​Eyþór
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda