Við Bæjargil í Garðabæ stendur bjart og skemmtilegt raðhús. Húsið er á tveimur hæðum auk bílskúrs og er mjög vel skipulagt.
Núverandi eigendur hafa skapað bjart og heillandi fjölskyldurými á neðri hæðinni. Eldhúsinnréttingin er níu metra löng búin bakaraofni, helluborði og góðum borðkrók. Opið er úr eldhúsi í borðstofu, stofu og garðskála sem hleypir mikilli birtu inn.
Af fasteignavef mbl.is: Bæjargil 72
Húsið hefur verið mikið endurnýjað síðustu ár. Eignin er samtals skráð 197,5 fm og þar af er bílskúrinn 36,8 fm. Lóðin er fallega frágengin og garðurinn rótgróinn. Í garðinum má einnig finna timburverönd með skjólveggjum og nýlegum heitum potti.
Neðri hæðin er björt og borðstofa og stofa í opnu rými.
Núverandi eigendur hafa gert mikið fyrir húsið.
Eldhúsinnréttingin er svört með öllu því helsta sem ástríðukokkurinn þarfnast.
PH 5-ljósið nýtur sín vel í stofunni.
Wishbone-stólarnir sem voru hannaðir af Hans J. Wegner eru flottir í borðstofunni.
Stofan er hlýleg og smekkleg.
Sólstofan hleypir birtunni inn.
Hjónaherbergið er rúmgott og er á efri hæð hússins.
Svefnherbergin eru þrjú en hægt að bæta við því fjórða.
Baðherbergið á efri hæðinni var gert upp árið 2024.
Sjónvarpsstofan er björt og möguleiki er á að breyta henni í fjórða svefnherbergið.
Húsið er á eftirsóttum stað í Garðabæ.
Nýlegur heitur pottur í garðinum.