Jón Erling og Þórunn selja einbýlið

Jón Erling Ragnarsson og Þórunn Dögg Johnsen Harðardóttir hafa sett …
Jón Erling Ragnarsson og Þórunn Dögg Johnsen Harðardóttir hafa sett einbýlishús sitt á sölu. Ljósmynd/Aðsend

Hjónin Þórunn Dögg Johnsen Harðardóttir, einn af eigendum Athygli ráðstefnum og Jón Erling Ragnarsson, einn af eigendum Mekka Wines & Spirits, hafa sett hús sitt á Suðurgötu í Hafnarfirði á sölu.

Um er að ræða 227 fm einbýli sem reist var 1927. Síðan húsið var reist hefur það verið endurnýjað mikið. Innanhússarkitektinn Thelma Björk Friðriksdóttir teiknaði nýjar innréttingar inn í húsið. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með marmarborðplötum og granítsteini. 

Heimili hjónanna er smekklega innréttað með fallegum og nýmóðins húsgögnum. Í stofunni má sjá Tiki-sófann frá Fogia. Hann fer vel við Montana-hillur og lambaskinsstól. Þar er líka Eames-hægindastóllinn sem er í útskoti í stofunni sem hefur að geyma glugga í þrjár áttir. 

Baðherbergið er vel hannað með þykkri marmaraplötu og innfelldum vaski sem fer vel við sexhyrndar flísar og speglaskápa. 

Í stofunni má finna Tiki-sófann og fleiri gersemar.
Í stofunni má finna Tiki-sófann og fleiri gersemar.
Í borðstofunni eru falleg viðarhúsgögn og listaverk.
Í borðstofunni eru falleg viðarhúsgögn og listaverk.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Suðurgata 27

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda