Sparaði sex milljónir með innréttingum

Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is.
Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is. Ljósmynd/Kári Sverriss

Íslend­ing­ar leggja mikið upp úr því að hafa fal­legt í kring­um sig. Lík­lega er það vegna þess að lands­menn verja meiri tíma inni hjá sér af fjöl­mörg­um ástæðum. Stærsta ástæða þess er lík­lega veðurfarið á Íslandi sem all­ir vilja kann­ast við nema tals­menn borg­ar­lín­unn­ar – en það er önn­ur saga. Fólk vill eiga gott skjól fyr­ir veðri og vind­um og þá má helst ekk­ert trufla feg­urðarskynið.

Eitt besta ráðið ef fólk vill hafa nota­legt heima hjá sér, án þess að eyða of mikl­um pen­ing­um, er að kunna að mála veggi. Með því að mála veggi og loft í litatón­um sem fara vel við gólf og aðra inn­an­stokks­muni er hægt að breyta nán­ast hvaða hunda­kofa sem er í Versali. Ekki er verra ef fólk kann að lakka því þá er hægt að breyta áferð og stemn­ingu með rétt­um pensilstrok­um, svo­kölluðum Bessastaðastrok­um en þær eru lang­ar og fal­leg­ar, mynda óflekkað yf­ir­borð og auka yf­ir­leitt feg­urð þess hlut­ar sem lakkaður er.

Síðustu tvo ára­tug­ina hafa heim­ili fólks breyst mikið, ekki bara á Íslandi held­ur um heim all­an, eða þegar opin eld­hús urðu móðins. Síðan þá er ekk­ert lát á vin­sæld­um þeirra. Það er þó alltaf einn og einn sem vill steikja kjöt­boll­ur í litlu, þröngu rými, en sá hóp­ur er ekki mjög fyr­ir­ferðar­mik­ill.

Þótt draum­ur­inn um opin eld­hús hafi sprottið fram fyr­ir um 20 árum er sá tísku­straum­ur alls ekki liðinn und­ir lok. En eld­hús­in hafa breyst. Eft­ir að eld­húsið fór að vera opið kallaði hönn­un þess á ann­ars kon­ar inn­rétt­ing­ar og þá kom tækja­skáp­ur­inn reyk­spólandi fram á sjón­ar­sviðið. Sann­ir sæl­kera­kokk­ar vilja eiga hluti sem töfra fram betra bragð en eru ekki endi­lega stofustáss. Þess vegna þarf mann­skap­ur­inn að eiga tækja­skáp til að geta lokað öll dýru eld­hús­tæk­in inni svo þau valdi ekki sjón­meng­un.

Þegar fólk fest­ir kaup á hús­næði er það oft eld­húsið sem fólk þráir að breyta. Vina­fólk mitt var í þess­um spor­um fyr­ir nokkr­um árum. Þau þurftu ekki að skipta um eld­hús því húsið sem þau höfðu ný­lega fest kaup á var til­búið til inn­rétt­inga. Það þurfti því að kaupa allt inn í húsið. Þegar þau voru búin að fara í all­ar helstu inn­rétt­inga­versl­an­ir á höfuðborg­ar­svæðinu höfðu þau sam­band við mig og óskuðu eft­ir aðstoð því þeim blöskraði hvað allt kostaði mikla pen­inga. Mín fyrsta spurn­ing var: Eruð þið búin að fara í Ikea? Nei, þau höfðu ekki gert það því þau héldu að það væri ekki nógu fínt.

Næsta dag vor­um við þrjú mætt í Garðabæ­inn, ég og hjón­in, og eft­ir að hafa skoðað fronta, reiknað út inn­rétt­inga­magn og teiknað upp það helsta áttuðu þau sig á því að þetta væri það eina gáfu­lega í stöðunni. Þegar búið var að ákveða inn­rétt­ing­ar völdu þau marm­ara til að setja á inn­rétt­ing­una. Svo völd­um við liti á vegg­ina, keypt voru glugga­tjöld í stíl og þegar búið var að raða upp hús­gögn­um og festa lista­verk­in upp á vegg­ina var heim­ilið snot­urt.

Mér skilst að við þenn­an gjörn­ing hafi spar­ast 6.000.000 kr., sem fram­kallaði gleði og ánægju hús­ráðenda og auðvitað líka hjá heim­il­is­stíl­ist­an­um þeirra!

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda