Reyklitaðir speglar og marmari í útsýnisíbúð í Reykjavík

Sæja hannaði bókahilluna sem prýðir stofuna og sá um að …
Sæja hannaði bókahilluna sem prýðir stofuna og sá um að velja húsgögn inn á heimilið. Gluggatjöldin eru frá Casalisa. Ljósmynd/Sóllilja Tinds

Sæ­björg Guðjóns­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt, eða Sæja eins og hún er kölluð, hannaði íbúð fyr­ir fólk á besta aldri sem var að minnka við sig. Hún er lip­ur í að búa til griðastað fyr­ir þá sem
vilja lifa sínu besta lífi. Inn­lit á þetta fal­lega heim­ili sann­ar það.

Íbúðin sem Sæja hannaði er 140 fm að stærð og stát­ar af ein­stöku út­sýni út á sjó.

„Þetta er svo­kölluð pent­hou­se-íbúð sem er um 140 fm að stærð með æðis­legu út­sýni yfir sjó­inn. Ég hef unnið mikið fyr­ir þessa fjöl­skyldu og því var sam­starfið af­skap­lega gott og þau treystu mér full­kom­lega til að gera íbúðina glæsi­lega en jafn­framt nota­lega. Farið var í alls­herj­ar breyt­ing­ar; skipu­lag, inn­rétt­ing­ar, efn­is­val, lýs­ing og þar fram eft­ir göt­un­um. Fyr­ir var skemmti­leg­ur boga­vegg­ur í and­dyri sem skil­ur að hjóna­svítu og and­dyri sem bæði ég og hús­ráðend­ur vor­um hrif­in af. Því var hann nán­ast það eina sem stóð eft­ir en öðru var breytt. Einu ósk­ir frá hús­ráðend­um voru að hægt væri að loka af öll tæki og slíkt í eld­húsi og fela með skáp­um eða „pocket“- hurðum og að fá baðkar í hjóna­svítu,“ seg­ir Sæja.

Í eldhúsinu mætast marmari og reyklitaðir speglar.
Í eld­hús­inu mæt­ast marmari og reyklitaðir spegl­ar. Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Svona lítur eldhúsið út þegar allir skápar eru lokaðir.
Svona lít­ur eld­húsið út þegar all­ir skáp­ar eru lokaðir. Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds

Útsýni og mik­il loft­hæð

Hátt er til lofts í íbúðinni og eft­ir að Sæja fór mjúk­um hönd­um um hí­býl­in má þar sjá ríku­legt magn af marm­ara, reyklituðum spegl­um og fal­lega máluðum veggj­um. Sum­ir þeirra eru með sparslaðri áferð sem gef­ur heim­il­inu meiri karakt­er.

„Ég ákvað að nota reykta eik sem grunn. Inn­rétt­ing­ar í and­dyri og eld­húsi tengj­ast og flæða á milli rýma. Þar ákvað ég að setja spón­lagða lista í ákveðnu mynstri fram­an á fronta sem kom skemmti­lega út en aðrar inn­rétt­ing­ar voru spón­lagðar hefðbundið með sömu reyktu eik­inni. All­ar inn­rétt­ing­ar voru sér­smíðaðar af Form­us. Ég lék mér svo með camoufla­ge-marm­ara frá Granítsmiðjunni og notaði svart stál og reyklitaða spegla inn á milli sem upp­brot. Hluti veggja var svo sparslaður með áferðarsparsli á móti litn­um Bóm­ull frá Slipp­fé­lag­inu og litn­um Leir inni í hjóna­svítu. Í stofu var loftið tekið niður en skuggi meðfram út­veggj­um og þar á milli setti ég Acupanel-viðar­plöt­ur sem komu skemmti­lega út. Á böðum lék ég mér áfram með sparslið á veggj­um í bland við flís­ar og inn á milli er svo onyx-steinn frá Granítsmiðjunni á veggj­um og borðplötu,“ seg­ir Sæja.

Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Horft inn í eldhús.
Horft inn í eld­hús. Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds

Gól­f­efni skipta miklu máli í heild­ar­mynd hvers heim­il­is og er Sæja meðvituð um það.

„Á gólf­um í al­rými eru stór­ar flís­ar frá Eb­son en á efri palli í sjón­varps­rými og í hjóna­svítu er reykt eikarp­ar­ket frá Mood in­ter­i­ors.“

Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds

Vald­ir þú hús­gögn inn á heim­ilið?

„Þar sem eig­end­ur voru að flytja úr stóru húsi og minnka við sig var ákveðið að fá al­veg ný hús­gögn í flest rými. Þau áttu fyr­ir borðstofu­stól­ana og rúm. Annað valdi ég. Útgangspunkt­ur­inn er þetta fal­lega borðstofu­borð sem er mín hönn­un og fæst hjá Form­us. Borðplat­an sjálf er hálf­gert „oval“-borð en samt ólögu­leg og und­ir eru mess­ing-fæt­ur sem búið er að sverta. Það er allt hand­gert svo eru eng­in borð eins. Borðið kem­ur ótrú­lega skemmti­lega út þar sem það er sett á ská í rýmið. Bæði borðstofu­ljósið og hang­andi ljós­in yfir sófa eru frá Vest ásamt sófa­borðunum og hæg­inda­stól­un­um tveim­ur. Sóf­inn er svo frá Mód­ern. Við hjóna­rúmið er að finna upp­á­halds­ljósa­fram­leiðand­ann minn, Appara­t­us, sem Lúmex pantaði fyr­ir okk­ur. En þeir voru okk­ur inn­an hand­ar við alla grunn­lýs­ingu.“

Sæja legg­ur mikið upp úr því sjálf að búa vel. Nú stend­ur hún í stór­ræðum því hús­bygg­ing er í vinnslu.

„Það sem ber hæst er kannski það að við fjöl­skyld­an erum að fara að byggja hús. Þar kem­ur ber­sýni­lega í ljós að ég sjálf er klár­lega minn erfiðasti kúnni,“ seg­ir hún og hlær.

Liturinn Bómull úr litakorti Sæju frá Slippfélaginu prýðir veggina. Borðstofuborðið …
Lit­ur­inn Bóm­ull úr lita­korti Sæju frá Slipp­fé­lag­inu prýðir vegg­ina. Borðstofu­borðið er hannað af Sæju. Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Í þvottahúsinu eru ljósar sérsmíðaðar innréttingar og flísaklæddir veggir.
Í þvotta­hús­inu eru ljós­ar sér­smíðaðar inn­rétt­ing­ar og flísa­klædd­ir vegg­ir. Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds

Jafn­vægi skipt­ir máli

Hvað um heim­il­istrend og fleira. Hvað er fólk að sækja í þessa dag­ana?

„Það er bara alla­veg­ana, en ég reyni þó yf­ir­leitt að halda mig við klass­ík­ina þegar kem­ur að stór­um inn­rétt­ing­um og efn­is­vali, enda dýrt að breyta því. Ég er yf­ir­leitt hrifn­ari af við í inn­rétt­ing­um en það fer þó alltaf eft­ir um­hverfi og hús­næði. Hvaða lit viður er svo bæsaður með er svo bara það sem hent­ar eða fólk biður um. Þessi mjög dökki, nán­ast svart­ur eða al­veg svart­ur, er að minnka en þetta snýst meira um kúnn­ann, hvað hann vill þó ég reyni auðvitað að leiðbeina þeim. Það sem skipt­ir máli er „bal­ance“, ljóst á móti dökku, mýkri lín­ur á móti köntuðu, gróf áklæði á móti fínni o.s.frv. Þannig nærðu sem bestri út­komu. Ekki fylgja tísk­unni of mikið þó svo hún hafi alltaf ein­hver áhrif, best að fylgja því sem þú veist að þér líður vel að vera í kring­um.“

Gaflinn á hjónarúminu er svolítið eins og á hóteli með …
Gafl­inn á hjóna­rúm­inu er svo­lítið eins og á hót­eli með fal­legri lýs­ingu og nota­legu efn­is­vali. Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds

Ertu með eitt­hvert trikk uppi í erm­inni ef fólk vill gera heim­ilið sitt hlý­legra en á kannski ekki mjög mikla pen­inga?

„Ódýr­asta ráðið er að taka til og end­urraða, það ger­ir al­veg ótrú­lega mikið. Sumt má fara inn í geymslu til hvíld­ar, það þarf ekki alltaf að vera með allt uppi við. Til að fá sem mestu áhrif­in fyr­ir sem minnst­an pen­ing er auðvitað best að mála, þá er oft­ast betra að fara í milli- eða dekkri tóna. Nýir púðar, lamp­ar og kerta­ljós skapa stemn­ingu og ef þig vant­ar eitt­hvað á vegg­ina þá get­ur komið ótrú­lega vel út að ramma inn mynd­ir með stóru kart­oni í kring, það geta verið fal­leg pla­köt, mynd­ir eft­ir börn­in eða eig­in ljós­mynd­ir.“

Eigandi íbúðarinnar vildi hafa góða lýsingu í fataskápum og að …
Eig­andi íbúðar­inn­ar vildi hafa góða lýs­ingu í fata­skáp­um og að skáp­ar væru vel skipu­lagðir Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Falleg lýsing fær að njóta sín í svefnherberginu.
Fal­leg lýs­ing fær að njóta sín í svefn­her­berg­inu. Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Baðherbergið er eins og heilsulind.
Baðher­bergið er eins og heilsu­lind. Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Allar innréttingar voru sérsmíðaðar hjá Formus. Vaskurinn er úr steini …
All­ar inn­rétt­ing­ar voru sér­smíðaðar hjá Form­us. Vask­ur­inn er úr steini sem kall­ast Sea pe­arl og er frá Granítsmiðjunni. Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Spegillinn nær alveg niður að vaski sem gerir heildarmyndina fallegri.
Speg­ill­inn nær al­veg niður að vaski sem ger­ir heild­ar­mynd­ina fal­legri. Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Ljós­mynd/​Sóllilja Tinds
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda