Öllu breytt í raðhúsi í Fossvogi

Eldhúsið skartar sínu fegursta með sérsmíðuðum innréttingum úr hnotu, ljósu …
Eldhúsið skartar sínu fegursta með sérsmíðuðum innréttingum úr hnotu, ljósu parketi og marmara sem prýðir bæði eyju og líka hluta af endaveggnum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Helga Sig­ur­bjarn­ar­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt fékk það verk­efni að end­ur­hanna raðhús í Foss­vogi sem var nán­ast upp­runa­legt. Allt var end­ur­nýjað og vegg­ir rifn­ir niður til að búa til hlý­lega um­gjörð utan um fjöl­skyld­una.

„Ég fékk það skemmti­lega verk­efni að end­ur­hanna raðhús í Foss­vog­in­um þar sem eig­end­ur ákváðu að taka húsið allt í gegn eft­ir að hafa búið þar um tíma enda nán­ast allt upp­runa­legt þegar þau fluttu inn. Við sett­umst því niður og fór­um yfir þær breyt­ing­ar sem óskað var eft­ir, svo sem mögu­legt efn­is- og lita­val, hvort ein­hverj­ar sér­ósk­ir væru varðandi eld­húsið og baðher­bergi og fleira sem gott er að hafa í huga áður en hönn­un­ar- og teikni­vinn­an hefst. Því næst var svo bara að bretta upp erm­ar og byrja,“ seg­ir Helga.

Hvað vildu hús­ráðend­ur kalla fram?

„Hlý­leika og nota­leg­heit, gott flæði, fal­lega lýs­ingu og góða hljóðvist. Þau vildu færa til og stækka baðher­bergið á neðri hæðinni og fórna einu her­bergi fyr­ir betra aðgengi út í garð.“

Hverju var ná­kvæm­lega breytt?

„Öllu var breytt, all­ar inn­rétt­ing­ar tekn­ar, gól­f­efni tek­in, loftið tekið, nýtt stiga­hand­rið og skipu­lagi bæði í eld­húsi og á neðri hæð var breytt. Ar­inn­inn fékk að halda sér að mestu, var reynd­ar málaður enda fal­lega hlaðinn múr­steins­ar­inn og eng­in ástæða til að breyta hon­um. Húsið var því nán­ast gert fok­helt.“

Grey Carrara-marmari frá Fígaró setur svip sinn á eldhúsið. Borðplatan …
Grey Carr­ara-marmari frá Fígaró set­ur svip sinn á eld­húsið. Borðplat­an er þykk og veg­leg sem set­ur tölu­verðan svip á eld­húsið í heild sinni. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Raðhúsið er í Fossvogi og var reist 1970. Það er …
Raðhúsið er í Foss­vogi og var reist 1970. Það er á pöll­um og því and­ar vel á milli hæða og birta flæðir frá efsta rými niður á það næsta eins og sést hér á þess­ari ljós­mynd. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Var eld­húsið fært til eða var það á þess­um stað?

„Vegg­ur var tek­inn niður sem skildi að eld­hús og borðstofu en staðsetn­ingu eld­húss var ekki breytt. Mikl­ar breyt­ing­ar voru hins veg­ar gerðar á skipu­lagi á inn­rétt­ing­um, vask­ur færður og þar sem vegg­ur­inn á milli rýma var far­inn var komið pláss fyr­ir stóra og góða eyju með hellu­borði en það var ein af ósk­um hús­ráðanda. Með þess­ari breyt­ingu bjugg­um við til opið og skemmti­legt rými sem tek­ur fal­lega á móti þér þegar komið er inn í húsið. Þrátt fyr­ir mikla loft­hæð að hluta í eld­hús­inu ákvað ég að nýta það sem best og lét því all­ar inn­rétt­ing­ar ná upp í loft. Í efstu skáp­un­um er því til­valið að geyma eitt­hvað sem notað er sjald­an og svo er ásýnd­in úr stof­unni niður í eld­húsið mun fal­legri þegar skáp­arn­ir ná upp í loft, þá er ekki verið að horfa ofan á þá.“

Var skipt um loft í hús­inu og eru þau úr sama efnivið og inn­rétt­ing­arn­ar í eld­hús­inu?

„Nýtt loft með hljóðdemp­andi plöt­um með viðarriml­um var sett á alla efri hæðina og er í hnotu eins og all­ar inn­rétt­ing­ar í hús­inu. Mér fannst þetta passa vel við húsið og vera í takt við tíðarand­ann sem var þegar húsið var byggt. Það er mikið um það að fólk sé að taka niður veggi í þess­um raðhús­um til að fá stærri og opn­ari rými en oft gleym­ist að huga að hljóðvist­inni sem skipt­ir mjög miklu máli og fannst mér það því mikið atriðið að hafa hana í lagi. Einnig hannaði ég nýja lýs­ingu í allt nýja loftið en hún er að mestu inn­felld í viðarriml­ana.“

Í stofunni er arinn eins og tíðkast í húsunum í …
Í stof­unni er ar­inn eins og tíðkast í hús­un­um í Foss­vogi. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Skipt var um gólfefni í öllu húsinu og nýtt handrið …
Skipt var um gól­f­efni í öllu hús­inu og nýtt hand­rið sett á milli hæða. Gólf­teppið ger­ir heim­ilið hlý­legt og eyk­ur smart­heit svo um mun­ar. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Hvaða steinn er í borðplöt­unni og upp á vegg inni í eld­hús­inu?

„Borðplat­an er Grey Carr­ara-marmari frá Fígaró og er bæði á eld­hús­inu og baðher­berg­inu. Mér fannst fal­legt að gera þykk­ingu á marm­ar­an­um á eyj­unni þar sem hún er svona hálf­gert „centerpiece“ í rým­inu, gef­ur eyj­unni svona smá auka glæsi­leika. Þar sem eng­ir efri skáp­ar eru fyr­ir ofan inn­rétt­ing­una ákvað ég að taka marm­ar­ann upp á vegg­inn og gera grunna hillu úr sama efni sem nær frá út­vegg að inn­rétt­ingu. Þar er hægt að hafa minni hluti eins og fal­leg skurðarbretti og fleira.“

Hvaða ár var húsið byggt? Leitaðist þú við að hafa þína hönn­un í takt við hönn­un þess tíma?

„Húsið var byggt 1970 og hafði ég það bak við eyrað varðandi efn­is­val og út­lit. Dökk­ur viður var mikið í þess­um hús­um á sín­um tíma og fannst mér því hnot­an henta sér­stak­lega vel í þetta verk­efni. Höld­ur frá þess­um tíma finnst mér al­mennt ekk­ert sér­stak­lega fal­leg­ar og ákvað því að hafa grip­in og höld­urn­ar úr hnotu og eru þær part­ur af fram­hliðinni. Stiga­hand­riðið vildi ég líka að væri í takt við þenn­an tíma og valdi strúkt­úrlakkað stál en nú­tíma­væddi það ör­lítið með því að hafa það frek­ar fín­gert og svo pass­ar teppið mjög vel inn í þetta allt sam­an.“

Baðinnréttingin er úr hnotu eins og eldhúsinnréttingin. Hér brýtur hringlaga …
Baðinn­rétt­ing­in er úr hnotu eins og eld­hús­inn­rétt­ing­in. Hér brýt­ur hring­laga speg­ill upp kassa­laga form sem eru í inn­rétt­ing­um og í flís­um. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Hvað um gól­f­efnið í hús­inu, hvað get­ur þú sagt mér um það?

„Eikarp­ar­ket er á flest­um gólf­um í al­rými, mjúkt og gott teppi á stig­un­um og flís­ar á baðher­bergi. Eikarp­ar­ketið er frek­ar breiðir plank­ar og mattlakkaðir með ör­lít­illi hvítt­un til að halda sem best í ljósa lit­inn á því en mér finnst mjög fal­legt að vera með ljóst gól­f­efni á móti dökkri hnot­unni sem er í inn­rétt­ing­um og lofti.“

Baðher­bergið er í takt við eld­húsið. Hvað vild­ir þú kalla fram þar?

„Inn­rétt­ing­in á baðher­berg­inu er einnig hnota sem mér fannst koma mjög fal­lega út með grá­brúnu marm­araflís­un­um sem eru á gólfi og veggj­um. Það er því teng­ing á milli borðplöt­unn­ar og flís­anna. Ég vildi búa til nota­lega stemn­ingu á baðher­berg­inu sem er frek­ar stórt þar sem tvö her­bergi voru sam­einuð í eitt og því til­valið að halda sig við hlý­leik­ann í hnot­unni. Ég ákvað að nota sömu ljós yfir inn­rétt­ing­unni á baðher­berg­inu og eru yfir inn­rétt­ing­unni í eld­hús­inu. Þetta eru ljós frá danska fram­leiðand­an­um Le Klint og heita Carrona­de en mér fannst þau smellpassa þarna inn þar sem þau eru blanda af svörtu stáli og hnotu og svo er frá­bært að geta snúið skerm­in­um og beint hon­um í þátt átt sem þú vilt fá ljósið.“

Reyklitað gler fer vel við gráar marmaraflísarnar.
Reyklitað gler fer vel við grá­ar marm­araflís­arn­ar. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Hvað er að frétta af þér sjálfri? Hvernig læt­ur þú drauma fólks ræt­ast í vinn­unni?

„Af mér er allt gott að frétta, flakka reglu­lega á milli Reykja­vík­ur og Viln­íus, nóg að gera og fjöl­breytt og skemmti­leg verk­efni á teikni­borðinu. Öll mín verk­efni eru enn sem komið er ein­göngu á Íslandi fyr­ir utan mína eig­in íbúð í Viln­íus en við hjón­in keyptu litla íbúð í ný­bygg­ingu í gamla bæn­um svo þar fékk ég tæki­færi til að hanna allt ná­kvæm­lega eins og ég vildi hafa það. Það er búið að vera nóg að gera hjá mér á Íslandi svo ég hef svo sem ekk­ert verið að sækj­ast eft­ir verk­efn­um þarna úti, en hver veit?

Með góðri sam­vinnu og góðum hug­mynd­um er oft hægt að láta drauma fólks ræt­ast og fátt er skemmti­legra en að ganga frá vel heppnuðu verki þar sem all­ir eru ánægðir.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda