Sigvaldahöll í Skerjafirði komin aftur á sölu eftir endurbætur

Húsið var teiknað af Sigvalda Thordarsyni 1960.
Húsið var teiknað af Sigvalda Thordarsyni 1960.

Við Skild­inga­nes 23 í Skerjaf­irði er að finna ein­stak­lega fal­legt Sig­valda-hús á tveim­ur hæðum. Húsið hef­ur að geyma ein­stakt út­sýni út á sjó og til fjalla. Húsið var aug­lýst til sölu vorið 2021 og var selt ári síðar á miklu und­ir­verði eða á 152 millj­ón­ir. Húsið þarfnaðist mik­ill­ar ást­ar og því var gef­inn af­slátt­ur af því. Nú er húsið hins veg­ar búið að fá nóg af ást og um­hyggju og komið á sölu aft­ur. 

Arininn í húsinu er upprunalegur og sérlega flottur.
Ar­in­inn í hús­inu er upp­runa­leg­ur og sér­lega flott­ur.
Tekk-hilluveggurinn í húsinu er mikið stáss.
Tekk-hillu­vegg­ur­inn í hús­inu er mikið stáss.

Sig­valda-höll á besta stað

Um er að ræða 326,9 fm ein­býli sem teiknað var af hinum landsþekkta arki­tekt, Sig­valda Thor­d­ar­syni. Verk hans hafa notið mik­illa vin­sælda en hann notaði ákveðna liti í hönn­un sína sem eru ein­kenn­andi fyr­ir hans verk. 

Nú hef­ur húsið verið end­ur­nýjað svo um mun­ar. Búið er að end­ur­nýja all­ar skólplagn­ir og var nýr brunn­ur sett­ur upp. All­ar neyslu­vatns­lagn­ir voru end­ur­nýjaðar. Gólf­hiti var sett­ur í alla efri hæðina og á baðher­bergi og stúd­íó­í­búð á neðri hæðinni. Nýtt gler var sett í glugga á efri hæðinni og ný gól­f­efni sett á húsið. 

Húsið er málað í einkennislitum Sigvalda. Þessum bláa og gula …
Húsið er málað í ein­kenn­islit­um Sig­valda. Þess­um bláa og gula sem ein­kenna hans hönn­un.
Skipt var um gólfefni í húsinu og gólfhiti settur á …
Skipt var um gól­f­efni í hús­inu og gólf­hiti sett­ur á efri hæðina.

Ný eld­hús­inn­rétt­ing var sett í eld­húsið, svört að lit og baðher­bergi end­ur­nýjuð svo eitt­hvað sé nefnt. Eins og sjá má á mynd­un­um er mun­ur­inn ríku­leg­ur. 

Í hús­inu eru upp­runa­leg­ar tekk-hill­ur sem eru sér­legt stofustáss svo ekki sé minnst á ar­in­inn í hús­inu. Hann er mjög fal­lega hannaður. 

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Skild­inga­nes 23

Stofur hússins eru bjartar.
Stof­ur húss­ins eru bjart­ar.
Skipt var um eldhúsinnréttingu í húsinu.
Skipt var um eld­hús­inn­rétt­ingu í hús­inu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda