Tímavélin úr Vigdísar-þáttunum komin á sölu

Nína Dögg Filippusdóttir fór með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur í leiknum …
Nína Dögg Filippusdóttir fór með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur í leiknum sjónvarpsþáttum um hana sem sýndir voru á RÚV. Samsett mynd

Við Reyni­mel í Reykja­vík er að finna 187 fm hæð sem er í húsi sem reist var 1955. Hæðin er sann­kölluð tíma­vél þar sem vegg­fóður og gólf­teppi prýða hæðina sem er að mestu lagi í upp­runa­legu horfi. Það er því svo­lítið eins og fólk gangi inn í tíma­vél þegar íbúðin er heim­sótt. 

Íbúðin kom fyr­ir í þátt­un­um um Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­seta Íslands, sem sýnd­ir voru á RÚV í byrj­un árs­ins. Þar fór Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir með hlut­verk Vig­dís­ar á seinni helm­ingi ævi sinn­ar. Elín Hall lék Vig­dísi á yngri árum.

Í seinni hluta serí­unn­ar kom íbúðin við Reyni­mel við sögu því hún átti að vera heim­ili Al­berts Guðmunds­son­ar, sem leik­inn er af Jó­hann­esi Hauki Jó­hann­es­syni. Þau voru á svipuðu reki og voru bæði í fram­boði til for­seta Íslands 1980 þar sem Vig­dís sigraði eins og frægt er orðið. 

Hér má sjá stofuna sem kom við sögu í Vigdísar-þáttunum …
Hér má sjá stof­una sem kom við sögu í Vig­dís­ar-þátt­un­um á RÚV.
Í íbúðinni eru tvær samliggjandi stofur.
Í íbúðinni eru tvær samliggj­andi stof­ur.
Í borðstofunni er bleikvínrautt veggfóður sem gerir heimilið ríkulegt.
Í borðstof­unni er bleik­vín­rautt vegg­fóður sem ger­ir heim­ilið ríku­legt.

Hall­dór H. Jóns­son teiknaði

Húsið við Reyni­mel var teiknað af Hall­dóri H. Jóns­syni. Íbúðin er ríku­lega inn­réttuð með loftlist­um, flúruðum hurðar­kömr­um, fal­legu par­keti og vegg­fóðri. Í stof­unni er bleikt ull­arteppi sem fer vel við gyllt munstrað vegg­fóðrið svo ekki sé minnst á fal­leg hús­gögn. 

Von­andi mun kaup­andi íbúðar­inn­ar koma auga á verðmæt­in í sög­unni og halda því sem heilt er. Ekki skófla öllu út eins og tíðkast hjá hinum nýríku. 

Takið eftir listunum sem eru meðfram loftinu.
Takið eft­ir list­un­um sem eru meðfram loft­inu.
Sérsmíðaðar grindur eru í kringum ofnana.
Sér­smíðaðar grind­ur eru í kring­um ofn­ana.
Í ganginum er röndótt blátóna veggfóður.
Í gang­in­um er rönd­ótt blátóna vegg­fóður.

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Reyni­mel­ur 57

Falleg tvíbreið hurð skilur rýmin af.
Fal­leg tví­breið hurð skil­ur rým­in af.
Baðherbergið er flísalagt með bláum flísum.
Baðher­bergið er flísa­lagt með blá­um flís­um.
Hér má sjá veglega heimaskrifstofu.
Hér má sjá veg­lega heima­skrif­stofu.
Húsið við Reynimel 57 er reisulegt og voldugt.
Húsið við Reyni­mel 57 er reisu­legt og vold­ugt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda