Fullkomið fjölskylduheimili til sölu á Seltjarnarnesi

Glæsileg eign til sölu á Seltjarnarnesi.
Glæsileg eign til sölu á Seltjarnarnesi. Samsett mynd

Við Lind­ar­braut á Seltjarn­ar­nesi er að finna afar sjarmer­andi miðhæð með sér­inn­gangi í snyrti­legu fjöl­býl­is­húsi sem reist var árið 1965. Eign­in tel­ur alls 157 fm og hef­ur verið inn­réttuð á fal­leg­an og hlý­leg­an máta.

Komið er inn í bjart og rúm­gott opið rými, með sjón­varps­holi, borðstofu og stofu. Þaðan er út­gengt á vest­ursval­ir, en tvenn­ar sval­ir fylgja íbúðinni.

Í eld­hús­inu er að finna stíl­hreina inn­rétt­ingu, með miklu skápaplássi, hvít­ar flís­ar á veggj­um og fal­lega viðar­borðplötu.

Eign­in stát­ar af þrem­ur svefn­her­bergj­um og einu baðher­bergi. Ásett verð er 129.900.000 krón­ur.

Staðsetn­ing eign­ar­inn­ar er mjög vin­sæl og fjöl­skyldu­væn með leik- og grunn­skóla í göngu­fjar­lægð ásamt níu holu golf­velli Nes­klúbbs­ins, íþrótta­svæði Gróttu, sund­laug Seltjarn­ar­ness og lík­ams­rækt­ar­stöð.

Sjá fast­eigna­vef mbl.is: Lind­ar­braut 12

Stofan er einkar rúmgóð.
Stof­an er einkar rúm­góð. Skjá­skot/​REMAX
Eldhúsið er bjart og fallegt.
Eld­húsið er bjart og fal­legt. Skjá­skot/​REMAX
Eignin býður upp á mikla möguleika.
Eign­in býður upp á mikla mögu­leika. Skjá­skot/​REMAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda