Við Lindarbraut á Seltjarnarnesi er að finna afar sjarmerandi miðhæð með sérinngangi í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 1965. Eignin telur alls 157 fm og hefur verið innréttuð á fallegan og hlýlegan máta.
Komið er inn í bjart og rúmgott opið rými, með sjónvarpsholi, borðstofu og stofu. Þaðan er útgengt á vestursvalir, en tvennar svalir fylgja íbúðinni.
Í eldhúsinu er að finna stílhreina innréttingu, með miklu skápaplássi, hvítar flísar á veggjum og fallega viðarborðplötu.
Eignin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ásett verð er 129.900.000 krónur.
Staðsetning eignarinnar er mjög vinsæl og fjölskylduvæn með leik- og grunnskóla í göngufjarlægð ásamt níu holu golfvelli Nesklúbbsins, íþróttasvæði Gróttu, sundlaug Seltjarnarness og líkamsræktarstöð.