Hákon og Ingibjörg seldu glæsihúsið á toppverði

Hákon Hákonarson og Ingibjörg Kristófersdóttir.
Hákon Hákonarson og Ingibjörg Kristófersdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Kaup­manns­hjón­in Há­kon Há­kon­ar­son og Ingi­björg Kristó­fers­dótt­ir, sem reka versl­an­irn­ar Herrag­arðinn, Mat­hildu og Engla­börn svo ein­hverj­ar séu nefnd­ar, settu glæsihús sitt við Byggðarenda á sölu í haust. Húsið er engin smásmíði eða 319 fm af fegurð og stendur á góðum stað í Bústaðahverfinu. Húsið var reist 1974 og höfðu hjónin endurnýjað það mikið en þau festu kaup á húsinu 2001.

Nú hefur húsið verið selt. Kaupendur þess eru Sindri Sigurjónsson iðnverkfræðingur og Dagmar Íris Gylfadóttir fyrrverandi fegurðardrottning og markaðsstjóri. Þau greiddu 218.000.000 kr. fyrir húsið. 

Smartland óskar Sindra og Dagmar til hamingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda