Jódís Skúladóttir seldi raðhúsið á uppsettu verði

Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, seldi húsið á uppsettu …
Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, seldi húsið á uppsettu verði. Samsett mynd

Jó­dís Skúla­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna í Norðaust­ur­kjör­dæmi, hætti á Alþingi í haust eft­ir að hafa verið hafnað af flokkn­um. Í kjöl­farið þurrkaðist flokk­ur­inn nán­ast út en hreyf­ing­in náði ekki inn nein­um þing­manni í síðustu kosn­ing­um.

Stuttu síðar, eft­ir að ljóst var að ekki væri stemn­ing fyr­ir störf­um henn­ar í þágu Vinstri grænna, setti hún raðhús sitt við Skeiðar­vog í Reykja­vík á sölu. Um er að ræða 163 fm raðhús sem reist var 1955. Í kjall­ara húss­ins er auka­í­búð sem auðvelt er að leigja út.

Húsið er fjöl­skyldu­vænt, með garði og nokkuð snyrti­leg­um inn­rétt­ing­um. Það er staðsett miðsvæðis í Reykja­vík, stutt er út á stofn­braut­ir og í Skeif­una.

Nú hef­ur húsið verið selt. 

Kaup­end­ur húss­ins eru Gunn­ar Páll Ólafs­son og Krist­björg Gunn­ars­dótt­ir. Þau greiddu 111.900.000 kr. fyr­ir húsið eða upp­sett verð! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda