Við Hafnarbraut í Kópavogi er lítil og smekkleg íbúð til sölu. Íbúðin er staðsett á Kársnesi sem er gríðarlega vinsæll staður og er útsýni yfir sjóinn. Það eru þau Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66° Norður og Aldís Eik Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá 66°Norður, sem eru núverandi eigendur. Parið eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári.
Íbúðin er björt og smekklega innréttuð. Fannar og Aldís eru augljóslega smekkfólk en í íbúðinni er mikið um hönnunarvörur.
Eitt svefnherbergi er innan íbúðarinnar sem er á efstu eða 5. hæð og með aukinni lofthæð. Eignin er 84 fm að stærð. Frá stofu er gengið út á svalir sem snúa í suðvestur með glæsilegu útsýni yfir hafið.