Fannar og Aldís selja krúttíbúð í Kópavogi

Íbúðin er mjög smekkleg.
Íbúðin er mjög smekkleg.

Við Hafn­ar­braut í Kópa­vogi er lít­il og smekk­leg íbúð til sölu. Íbúðin er staðsett á Kárs­nesi sem er gríðarlega vin­sæll staður og er út­sýni yfir sjó­inn. Það eru þau Fann­ar Páll Aðal­steins­son, markaðsstjóri 66° Norður og Al­dís Eik Arn­ars­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá 66°Norður, sem eru nú­ver­andi eig­end­ur. Parið eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári.

Íbúðin er björt og smekk­lega inn­réttuð. Fann­ar og Al­dís eru aug­ljós­lega smekk­fólk en í íbúðinni er mikið um hönn­un­ar­vör­ur.

Eitt svefn­her­bergi er inn­an íbúðar­inn­ar sem er á efstu eða 5. hæð og með auk­inni loft­hæð. Eign­in er 84 fm að stærð. Frá stofu er gengið út á sval­ir sem snúa í suðvest­ur með glæsi­legu út­sýni yfir hafið.

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Hafn­ar­braut 12F

Íbúðin er í nýlegu húsi á Kársnesi.
Íbúðin er í ný­legu húsi á Kárs­nesi.
Eldhúsinnréttingin er hvít með stórri eyju.
Eld­hús­inn­rétt­ing­in er hvít með stórri eyju.
Það er opið frá eldhúsi í borðstofu og stofu.
Það er opið frá eld­húsi í borðstofu og stofu.
Togo-stóllinn í hvítu passar vel inn í stofuna.
Togo-stóll­inn í hvítu pass­ar vel inn í stof­una.
Eitt svefnherbergi er í íbúðinni.
Eitt svefn­her­bergi er í íbúðinni.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Gott skápapláss er …
Baðher­bergið er flísa­lagt í hólf og gólf. Gott skápapláss er á baðher­berg­inu.
Dásamlegar svalir með útsýni yfir hafið. Hvað þarf meira?
Dá­sam­leg­ar sval­ir með út­sýni yfir hafið. Hvað þarf meira?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda