Elías fékk toppverð fyrir íbúðina

Samsett mynd

Fé­lag Elías­ar Guðmunds­son­ar og dótt­ur hans, Eign­ar­halds­fé­lagið Sams­ara slf, setti íbúð sína við Kola­götu 3 á sölu fyr­ir ári síðan.

Íbúðin er 117 fm að stærð og sér­lega fal­leg í alla staði. Hún er í húsi sem reist var 2018. Íbúðin er þriggja her­bergja og er á fimmtu hæð. Auk­in loft­hæð er í íbúðinni og er ljóst fiski­beinap­ar­ket á gólf­um. 

Í ofanálag var íbúðin búin ein­stök­um hús­gögn­um og lista­verk­um, sér­hönnuðum glugga­tjöld­um og hafði að geyma allt það helsta sem hinir efna­meiri þrá. 

Nú hef­ur íbúðin verið seld. Kaup­andi henn­ar er Karel­ía ehf. Eig­andi þess fé­lags er Kjart­an Ingi Kjart­ans­son. Fé­lagið greiddi 125.000.000 kr. fyr­ir íbúðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda