Félag Elíasar Guðmundssonar og dóttur hans, Eignarhaldsfélagið Samsara slf, setti íbúð sína við Kolagötu 3 á sölu fyrir ári síðan.
Íbúðin er 117 fm að stærð og sérlega falleg í alla staði. Hún er í húsi sem reist var 2018. Íbúðin er þriggja herbergja og er á fimmtu hæð. Aukin lofthæð er í íbúðinni og er ljóst fiskibeinaparket á gólfum.
Í ofanálag var íbúðin búin einstökum húsgögnum og listaverkum, sérhönnuðum gluggatjöldum og hafði að geyma allt það helsta sem hinir efnameiri þrá.
Nú hefur íbúðin verið seld. Kaupandi hennar er Karelía ehf. Eigandi þess félags er Kjartan Ingi Kjartansson. Félagið greiddi 125.000.000 kr. fyrir íbúðina.